Entries by TF3JB

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 3. JÚLÍ.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 3. júlí. Mikið var rætt um sumarleika félagsins sem hefjast föstudag 4. júlí kl. 18:00. Fram kom m.a. að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW mun virkja félagsstöðina TF3IRA í leikunum. Ánægja er með nýja keppnisflokkinn í leikunum í ár, sem er fyrir þá sem taka þátt og […]

,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar fimmtudaginn 3. júlí. Mathías sagði, að nú væru 110 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Hann kvaðst vilja benda ár, að nýtt TF kallmerki fái ekki sérmerkt hólf fyrr heldur en kort byrja að berast. Eftir að […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2025, kemur út 20. júlí. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Ath. að skilafrestur efnis […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAG 3. JÚLÍ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 3. Júlí frá kl. 20:00 til 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]

,

HELSTU ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 4.-6. JÚLÍ.

SUMARLEIKAR ÍRA.Keppnin hefst á föstudag 4. júlí kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 6. júlí kl. 18:00.Keppnin fer fram á CW, SSB, FM og FT8 á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvörpum og 10m.Skilaboð: RS(T), QSO númer og reitur.Umsjónarmaður setur fljótlega inn á netið vefslóð á leikjavef og reglur. VENEZUELAN IND. DAY CONTEST.Keppnin stendur yfir […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 26. JÚNÍ.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 26. júní. 20 félagar og 1 gestur mættu á staðinn. Þar á meðal voru tveir félagar sem eru búsettir úti á landi, þeir Jón Óskar Ingvarsson, TF1JI sem býr nærri Skógum og Daggeir Pálsson, TF7DHP sem býr á Akureyri. Mikið var rætt um sumarleika félagsins sem […]

,

SUMARLEIKAR ÍRA 2025.

Sumarleikar félagsins nálgast og hefjast föstudaginn 4. júlí kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 6. júlí kl. 18:00. Leikarnir fara fram á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvörpum og síðast en ekki síst, á 10 metra bandinu. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður leikanna stefnir að því að kynna nýjan keppnisflokk í ár fyrir þá sem taka þátt […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2025, kemur út 20. júlí. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er til […]

,

HREINSAÐ TIL Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ gerði ferð í Skeljanes í gær (sunnudag) með sláttuorf og sló blettinn fyrir framan húsið og gróðurinn áleiðis með löngu bárujárnsgirðingunnis. Glæsilega að verki staðið. Sérstakar þakkir til Georgs fyrir þetta góða framtak! Þakkir einnig til Georgs fyrir fínar ljósmyndir. Stjórn ÍRA. .