Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. JÚLÍ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 24. júlí kl. 20:00 til 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið. […]

,

HELSTU ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 26.-27. JÚLÍ

FRAPR 10 METER CONTESTKeppnin hefst laugardag 26. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 27. júlí kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW og SSB á 10 metrum.Skilaboð: RS(T) + afl.http://www.frapr.org/concursos-field-day/ RSGB IOTA CONTEST.Keppnin hefst laugardag 26. júlí kl. 12:00 og lýkur sunnudag 27. júlí kl. 12:00.Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, […]

,

FYRSTU SAMBÖNDIN FRÁ SURTSEY

Jón Atli Magnússon, TF2AC var QRV frá Surtsey fimmtudaginn 17. júlí. Hann var með 5 W. handstöð og náði góðu sambandi um endurvarpann í Bláfjöllum (145.650 MHz). Nokkrir höfðu síðan samband við hann beint á QRG 145.500 MHz, m.a. TF1JI og TF3JB og var hann S6 á mæli í Reykjavík. Líklegt er að að þetta […]

,

TF3IRA FÆR NÝJAR DXCC VIÐURKENNINGAR.

Fimm nýjar DXCC viðurkenningar bárust til félagsins þann 4. júlí. Það eru viðurkenningarskjöl fyrir 10 m., 15 m., 20 m., 40 m. og 80 m. böndin. Félagsstöðin er nú handhafi alls 9 DXCC viðurkenninga, en að auki við nefnd skjöl að ofan er stöðin með DXCC viðurkenningar fyrir CW, SSB, MIXED og RTTY/DIGITAL. Þakkir til […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. JÚLÍ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin milli kl. 20 og 22 fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. Júlí. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 19.-20. JÚLÍ.

LABRE DX CONTEST.Keppnin hefst laugardag 19. júlí kl. 00:00 og lýkur sunnudag 20. júlí kl. 23.59.Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð stöðva í Brasilíu: RS(T) + 2 bókstafir fyrir fylki í Brasilíu.Skilaboð annarra: RS(T) + 2 bókstafir fyrir heimsálfu.http://www.labre.org.br/contest/en/regulamento/ YOTA CONTEST.Keppnin hefst laugardag 19. júlí […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) 1.-11. júlí 2025. Alls fengu 17 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrar. Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAG 10. JÚLÍ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 10. júlí frá kl. 20:00 til 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 12.-13. JÚLÍ.

IARU HF WORLD CHAMPIONSHIP Keppnin stendur yfir laugardag 12. júlí frá kl. 12:00 til sunnudagds 13. júlí kl. 12:00.Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: IARU HQ kallmerki: RS(T) + aðildarfélag IARU.Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði.https://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship SKCC WEEKEND SPRINTATHON.Keppnin stendur yfir laugardag 12. júlí frá […]

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKROT.

Fyrir nokkru urðu menn varir við að búið var að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni gegnt bílastæðunum við Skeljanes. Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss þegar ella hefði gefist tími, en föstudaginn 4. júlí mættu menn í Skeljanes og var rennt yfir bárujárnsveginn með málningarkústi. Aðkoman að húsinu er nú […]