,

APRS STÖÐ ÍRA QRV Á NÝ.

APRS stöð félagsins, TF3IRA-1 varð QRV á ný í hádeginu í dag (15. nóvember) en hún hafði verið úti um 2 vikna skeið vegna bilaðs loftnets, auk þess sem vatn hafði komist í fæðilínuna.

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í morgun, 15. nóvember og setti upp Diamond SX-200N lofnetið á nýjum stað, sbr. ljósmynd. Núverandi staðsetning er mun hærri frá jörðu en sú fyrri, auk þess sem ný fæðilína er aðeins um 5 metrar í stað 30 metra áður.

Sérstakar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir að taka loftnetið niður, gera við það og setja aftur upp á betri stað.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × four =