,

Amatörar í Litháen

Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir allir mjög áhugasamir um ísland. Ég lofaði að koma með hákarl og brennivín fyrir þá í næstu ferð!

Frá vinstri til hægri: Oleg LY3UE, Rolandas LY4Q, Simonas LY2EN, Vilius LY2PX og Vygintas LY2XW.

Heimasíða LRMD: http://www.lrmd.lt/index_en.htm