,

AF ENDURVÖRPUM.

TF3DMR. Vinna hefst fljótlega við undirbúning á tengingu TF3DMR, UHF DMR endurvarpa ÍRA í Skeljanesi. QRG 439.850 MHz (TX); 434.850 MHz (RX). Stefnt er að því að tækið verði QRV fyrir lok mánaðarins.

TF5RPD. Samkvæmt upplýsingum frá TF3TNT er búist við að nýr VHF endurvarpi og nýtt loftnet verði tengt í Vaðlaheiðinni eftir u.þ.b. 2 vikur [í byrjun september]. QRG 145.625 MHz (RX); 145.025 MHZ (TX); tónstýring: 88,5 Hz.

TF3RPI. Einnig samkvæmt upplýsingum frá TF3TNT er búist við að litið verði á DSTAR UHF endurvarpann í Bláfjöllum á næstunni, sem verið hefur úti í nokkurn tíma. QRG 439.950 MHz (RX); 434.950 MHz (TX).

Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT.

Stjórn ÍRA.

.

Myndin er af Motorola DR 3000 UHF DMR endurvarpi TF3DMR í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3EY/OH2LAK.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − two =