,

NÝTT VHF VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í REYKJAVÍK.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í gær (sunnudag) og settu upp nýtt WEB-888 SDR VHF viðtæki í eigu Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir AM, FM, SSB o.fl. viðtöku.

Tækið er  sem staðsett er í nágrenni Perlunar við Bústaðaveg í Reykjavík. Viðtækið þekur tíðnisviðið frá 118 til 148 MHz. Loftnet er ¼ λ húsloftnet. Vefslóð:

http://hamradio.is

Bestu þakkir til Ara og Georgs fyrir verðmætt framlag. Um er ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í VHF tíðnisviðinu, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Bestu þakkir til Ara og Georgs fyrir verðmætt framlag. Um er ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í VHF tíðnisviðinu, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + seventeen =