STANGARLOFTNET TF3IRA LAGFÆRT.

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanesi sunnudag 25. janúar þegar veður lægði og rétti neðsta rörið á New-Tronics Hustler 6BTV stangarloftneti TF3IRA. Stög voru einnig endurnýjuð að hluta og lítur netið nú ótrúlega vel út eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, fyrir og eftir viðgerð. Loftnetið vinnur á 80, 40, 30, 20, 15 og 10 m. og var upphaflega sett upp nýtt 24. ágúst 2023.
Georg sagði, að það sem hafi gefið sig hafi verið strekkjarinn á stögunum tveimur [sem voru bundin saman] – þ.e. stögin sem snúa ca. í norðaustur. Líklegast sé, að festingarnar hafi „víbrað“ og með tímanum hafi rærnar [á strekkjaranum] smám saman losnað, því töluverður titringur er á loftnetinu þegar eitthvað hreyfir vind. Stögin sem gáfu sig voru endurnýjuð að hluta og bundin beint án strekkjara.
Þakfesting sem Georg Magnússon, TF2LL smíðaði árið 2019 var í góðu lagi. Eins og Georg tók til orða eftir verkið: „Þetta ætti a.m.k. að duga fram á vorið…“. Innilegar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir dýrmæta aðstoð!
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!