,

TF3VS FÆR DXCC CHALLENGE VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið í hendur DXCC Challenge viðurkenningu frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 14. ágúst 2025.

DXCC Challenge er glæsilegur viðurkenningarplatti. Þegar lágmarskfjöldi staðfestra DXCC eininga hefur náðst, eru í boði gullmerki ”medallions” til uppfærslu, þegar náðst hafa 1500, 2000 og 2500 bandpunktar.

Hafa þarf að lágmarki 1.000 DXCC bandpunkta á 160, 80, 40, 30, 20, 17, 15, 12, 10 og 6 metrum. Allar tegundir útgeislunar gilda. Sambönd mega vera frá og með 15. nóvember 1945, en DXCC einingar til grundvallar þurfa að vera svokallaðar ”gildar” einingar (e. current).

Vilhjálmur er 11. íslenski leyfishafinn sem er handhafi DXCC Challenge; aðrir eru: TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3JB, TF3SG, TF3T, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX.

Hamingjuóskir til Vilhjálms.

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + sixteen =