,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 4. DESEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember.

Hrafnkell Eiríksson, TF3HR kvaddi sér hljóðs og sagði frá því að hann hafi ákveðið að halda smá aðventuleik síðasta sunnudagskvöld (1. desember) sér og öðrum til skemmtunnar og til að búa til hvatningu fyrir nýliðana til að prófa betur stöðvarnar sínar og kynnast fleiri hliðum áhugamálsins. Hann sýndi hvaða búnað hann notaði (handstöð tengda við tölvu með svokölluðum AIOC kapli) og spilaði hljóðdæmi fyrir viðstadda. Þá sýndi hann þær myndir sem hann fékk sendar frá alls 10 þátttakendum sagði frá því hvernig menn tóku á móti þeim.

Þá sýndi hann glæru með lista yfir þáttakendur og notaði svo hlutkesti á netinu til að velja 1 af 10 kallmerkjum til að velja einn úr “pottinum”. Sá heppni var Bjarni Freyr Þórðarson, TF4IR. Hann var ekki á staðnum og fær því konfektkassann sinn við annað tækifæri. Hrafnkell skoraði svo á viðstadda að taka þátt næsta sunnudagskvöld, þegar aðventukveðja nr. tvö verður send.

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH mætti með „tækjahluta“ í nýjan HF 1kW RF magnara (sbr. ljósmynd) sem hann keypti hluti í frá DX World Electronics. Vefslóð: https://www.dxworld-e.com/  Tækið sem hann er að smíða nefnist Zeus DX-1000 og er fyrir HF + og 6 metra. Vefslóð: https://www.dxworld-e.com/copy-of-shipping-payment  Menn voru spenntir fyrir verkefninu og sýndu því mikinn áhuga.

Erlendur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld var Brian Canning, EI8IU sem er búsettur í Aughnaglace, Cloone á norðvestur Írlandi. Hann og XYL voru hér í 4 daga heimsókn. Brian er QRV á Phone, CW og RTTY og var mjög hrifinn af aðstöðu ÍRA, þ.á.m. fjarskiptaherbergi.

Sérstakar þakkir fá Hrafnkell Eiríksson, TF3HR fyrir frábært frumkvæði, vel ígrundað og skemmtilegt; Njál1 H. Hilmarsson, TF3NH fyrir að sýna okkur og segja frá „tækjahlutunum“ í RF magnarann; Svein Goði Sveinsson, TF3ID fyrir frábært kaffi og Einar Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.

Alls mættu 24 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu og hægu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + nineteen =