,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 29. NÓVEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 29. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 5. dótadagur haustsins.

Vegna aukins áhuga á handstöðvum að undanförnu, er hugmyndin að mæla sendihlutann í VHF/UHF handstöðvum félagsmanna, þ.á.m. yfirsveiflur og sendiafl. Ennfremur verða loftnetin sem þeim fylgja prófuð. Mælitæki á staðnum, verða m.a. tíðnirófssjá (e. spectrum analyzer), loftnetssjá (e. Antenna analyzer), gerviálag (e. dummy load) o.fl.

Ath. að stöðin þarf að vera útbúin með tengi „male“ eða „female“ (sem einnig á við um loftnetið) í samræmi við það sem sýnt er á meðfylgjandi myndum og vera fullhlaðin. Verði tími aflögu, verður talað sýnt hvernig stilla á stöðvarnar til að þær geti opnað og sent í gegnum UHF endurvarpann TF3RVK sem settur var upp nýlega á Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um að laga kaffi og taka fram meðlæti. Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =