,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 8. NÓVEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 8. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16.

Þetta verður 4. dótadagurinn í haust og er þema laugardagsins „endurvarpar“. Skoðað verður m.a. hvernig endurvarpi virkar, hvaða stillingar þarf og hvers vegna.

Ari mætir á staðinn með Icom VHF endurvarpa af gerðinni IC-FR5100 og verður hann forritaður eftir hugmyndum félagsmanna á staðnum og tengdur loftneti á staðnum og hafður til prufu með hinum ýmsu stillingum. Einnig verður kynnt fyrirhuguð uppsetning á nýjum UHF endurvarpa af gerðinni Icom UR-FR6000 sem settur verður upp fljótlega á Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Þeir félagar sem vilja fræðast meira um endurvarpa og auka þekkingu á hvernig slík tæki virka á VHF og UHF eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhá sér fara.

Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um að laga frábært kaffi og taka fram gómsætt meðlæti.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + 10 =