,

UPPSKERUHÁTÍÐ Í SKELJANESI.

„Uppskeruhátið“ ÍRA haustið 2025 fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 30. október. Til afhendingar voru viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu; Vorleikum, Sumarleikum og TF útileikum.

Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður vorleika og sumarleika stutt erindi með upplýsingum um hvern viðburð, m.a. um þátttöku og niðurstöður. Að því búnu tók varaformaður aftur við og hófust þá afhendingar viðurkenninga.

Sérstakar þakkir til umsjónarmannanna Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir þeirra frábæra framlag. Ennfremur sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns fyrir að stjórna kvöldinu af röggsemi og húmor sem og fyrir frábærar myndir.

Alls mættu 20 félagar í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Tafla með upplýsingar um skiptingu viðurkenninga í efstu 3 sætum í fjarskiptaleikum ÍRA á árinu 2025.
Viðstaddir verðlaunahafar í Vorleikum ÍRA 2025. Georg Kulp TF3GZ, Jón Atli Magnússon TF2AC, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sigmundur Karlsson TF3VE og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Viðstaddir verðlaunahafar í Sumarleikum ÍRA 2025. Andrés Þórarinsson TF1AM, Georg Kulp TF3GZ, Sigmundur Karlsson TF3VE, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Ólafur Óskar Hauksson TF3OH og Hrafnkell Eiríksson TF3HR.
Viðstaddir verðlaunahafar í TF útileikum ÍRA 2025. Eiður K. Magnús-
son TF1EM og Einar Kjartansson TF3EK.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 1 =