TF8KY OG TF3EK Í SKELJANESI 30. OKTÓBER.

Fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025 heldur áfram fimmtudaginn 30. október í Skeljanesi. Húsið opnar kl. 20:00 og hefst dagskrá stundvíslega kl. 20:30.
Þá mæta þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmenn fjarskiptaleika félagsins, gera upp sumarið og afhenda viðurkenningar vegna Vorleika, Sumarleika og TF útileika ÍRA 2025.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!