JÓN ATLI, TF2AC Í SKELJANESI 16. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 16. október á milli kl. 20 og 22.
Í boði verður erindi Jóns Atla Magnússonar, TF2AC um „Þátttöku í starfi ÍRA sem nýliði, þ.m.t. í fjarskiptaleikum“. Erindið hefst stundvíslega kl. 20.30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!