,

OPIÐ VAR Í SKELJANSI 2. OKTÓBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. október.

Góðar umræður voru um m.a. um sendi-/móttökustöðvar á HF og VHF/UHF og tilheyrandi búnað, en gengi dollars er afar hagstætt um þessar mundir (um 120 kr. USD samkvæmt meðalgengi Seðlabanka Íslands). Einnig eru heimasmíðar á fullu hjá mörgum, þ.á.m. smíði á aflgjöfum, loftnetum (á HF) og  loftnetsaðlögunarrásum.

Mikið var rætt um nýja DMR endurvarpann (TF3DMR) sem settur var í loftið í Skeljanesi fyrir rúmum mánuði og menn eru almennt að prófa. Fram kom m.a., að félagið mun standa fyrir kynningu á DMR (Digital Mobile Radio) á fræðsludagskrá ÍRA í vetur, þ.e. hvaða búnað þarf til og hvernig kerfið er notað. Dagsetning verður kynnt í 4. hefti CQ TF sem kemur út í þessum mánuði (október).

Guðjón Már Gíslason, TF3GMG mætti með og sýndi nýja Hongkade 25W VHF/UHF stöð af gerðinni DM-9100 í Skeljanes. Stöðin er mjög fullkomin, er með innbyggt GPS og býður upp á 4FSK/FM, DMR og APRS tegundir mótunar. Auk þess að vinna á 2 metrum og 70 cm býður tækið upp á viðtöku á 64-108MHz og 113-135MHz.

Þakkir góðar til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir afbragðsgott kaffi og og meðlæti.

Alls mættu 15 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 4 =