NÁMSKEIÐ ÍRA BRÁTT HÁLFNAÐ.

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík verður hálfnað eftir þessa kennsluviku; þann 1. október. Námskeiðið hefur gengið vel og eru umsagnir þátttakenda mjög jákvæðar.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA heimsótti þátttakendur í kennslustofu M117 í gær, mánudag 29. september og ræddi við þá áður en kennsla hófst hjá Ágústi Sigurðssyni, TF3AU.
Námskeiðinu lýkur miðvikudaginn 28. október og laugardaginn þar á eftir, þann 1. nóvember n.k. mun Fjarskiptastofa standa fyrir prófi til amatörleyfis í HR.
Með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!