,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 24. JÚLÍ.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 24. júlí.

Mikið var rætt um nýja CQ TF blaðið (3. tbl. 2025) sem kom út á rafrænu formi á heimasíðu ÍRA s.l. sunnudag (20. júlí); stórt blað, 64 blaðsíður. Fram kom að menn eru ánægðir með fjölbreytt efnisval. Einn viðstaddra sagði t.d.  að „…hann hafi haft gaman af að lesa allar greinar sem birtust í blaðinu“!

Hrafnkell Eiríksson, TF3HR sýndi okkur QMX „Multi-band, multi-mode“ QRP móttökustöð frá QRP Labs. Tækið er 5 banda CW, Digi og SSB fjarskiptastöð með innbyggðu hljóðkorti. Hrafnkell keypti tækið ósamsett og notar heimasmíðaðan hljóðnema, en hefur mest notað það á morsi hingað til. Tækið hefur hlotið mjög góða dóma og kostar aðeins um 100 dollara á innkaupsverði. Hann sýnir okkur einnig  NanoVna loftnetssjá.

Mikið var rætt um TF útileika félagsins sem haldnir verða um verslunarmannahelgina og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður þeirra sagði „…að nú væru aðeins 9 dagar til stefnu“. Margir verða á ferðinni um þessa helgi og ætla þá að taka þátt frá sumarbústöðum, hjólhýsum og úr tjöldum. Ástæða er til að hvetja sem flesta til að taka þátt.

Einnig eru menn áhugasamir um þátttöku í alþjóðlegu RSGB IOTA keppninni um helgina [27.-28. júlí]. Þetta er 24 klst. keppni þar þátttaka er í boði bæði á morsi og tali. Félagsstöðin TF3W verður í keppninni og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina. IOTA númerin fyrir Ísland eru þrjú, þ.e. EU-021 er fyrir landið, EU-071 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 fyrir aðrar eyjar við Ísland.

Heimir Kornráðsson, TF1EIN færði í hús Ameritron AL-811 RF magnara (sem er bilaður) og hann hugðist gefa einhverjum á staðnum sem hefði áhuga. Eftir að hafa rætt málið við félaganna, ákvað hann hins vegar að skynsamlegast væri að láta gera við magnarann svo hann kæmist í notkun. Félagið tekur að sér að láta gera við tækið sem síðan verður selt á því verði sem viðgerð kostar.

Sérstakar þakkir til Sergii Matlash, US5LB sem færði félaginu Radionette Kurier viðtæki og til Þorvaldar Bjarnasonar, TF3TB sem færði félaginu Yaesu FRG-7 viðtæki og Yaesu FC-902 loftnetsaðlögunarrás. Þessir hlutir verða í boði á næsta flóamarkaði félagsins.

Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + 2 =