,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 12. JÚNÍ.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. júní.

Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá, þar á meðal áhugamálið. Mikið var rætt um loftnet (enda er sumarið loftnetatími) og voru sumir á því að „gegnumbesta“ og ódýrasta loftnetið á HF væri 30 metra langur endafæddur vír. Einnig var rætt um stangarloftnet sem hefðu sína kosti á HF og mætti einnig smíða með tiltölulega litlum tilkostnaði.

Þá ræddu menn um skilyrðin á HF sem hafa verið frekar léleg undanfarnar vikur, þótt „birt“ hafi upp inn á milli. Sumir eru spenntir fyrir opnunum á 70 MHz, en 50 MHz bandið hefur verið að opnast [misvel] undanfarnar vikur. Til dæmis var mjög skemmtileg opnun á 6 metrum fyrstu dagana í júní þegar Suður-Ameríka opnaðist á bandinu og höfðu margar TF stöðvar sambönd við stöðvar í allt að 12 þúsund kílómetra fjarlægð, t.d. PY, LU og CE.

Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga afbragðsgott kaffi og til Guðjóns Más Gíslasonar, TF3GMG fyrir að færa í hús vandað „bakaríisgúmmelaði“ sem menn kunnu vel að meta. Einnig þakkir til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.  

Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi á morsi á 20 metrum og hafði Alex, TF3UT fjölda sambanda í ágætum skilyrðum. Alls mættu 16 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta júníkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.   

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 13 =