90 ÁRA AFMÆLI NRAU.

NRAU er sameiginlegur vettvangur landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum. Aðildarfélög eru: Experimenterende Danske Radioamatører, EDR (Danmörku), Føroyskir Radio-amatørar FRA (Færeyjum), Íslenskir radíóamatörar ÍRA (Íslandi), Norsk Radio Relæ Liga NRRL (Noregi), Suomen Radioamatööriliitto SRAL (Finnlandi) og Föreningen Sveriges Sändareamatörer, SSA (Svíþjóð).
Samtökin voru stofnuð árið 1935 af Norðurlandafélögunum fjórum, EDR, NRRL, SRAL og SSA. ÍRA og FRA gerðust aðilar síðar, þ.e. eftir að ÍRA var stofnað 1946 og eftir að FRA var stofnað 1965.
Í tilefni 90 ára afmælis NRAU mun EDR (danska félagið) virkja kallmerkið OZ90NRAU frá kl. 00:00 1. desember til kl. 23:59 þann 7. desember. Vefslóð: https://www.qrz.com/db/OZ90NRAU

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!