18. APRÍL: ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA.
Alþjóðadagur radíóamatöra er í dag, 18. apríl.
Í dag eiga IARU, alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra 100 ára afmæli en samtökin voru stofnuð í París árið 1925 þegar saman komu í Sorbonne háskóla u.þ.b. 250 fulltrúar frá 23 þjóðlöndum. Aðildarfélög IARU eru í dag um 180 talsins og fjöldi leyfishafa er yfir 3 milljónir um allan heim.
ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja félagsstöðina í Skeljanesi og verður kallmerkið TF3WARD sett í loftið. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“. Með árlegri virkjun þessa kallmerkis (frá 2020) höfum við fetað í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.
Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra með daginn!
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!