,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2008

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2008.05.20 kl 20.30 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP

1. Skipting í embætti

Tillaga formanns TF3HR er sú að sitjandi stjórnarmenn haldi sínum embættum og TF3AO haldi þannig gjaldkeraembættinu, en TF3SG verði varaformaður, TF3GL ritari og TF3SNN meðstjórnandi. Þessi verkaskipting var samþykkt.

2. Umræður um ársreikninga

Talið var fullnægjandi að setja ársreikning félsgsins fram með sama hætti og gert hefur verið undanfarin ár. Þótt ekki sé formlegt sjóðsstreymi í reikningunum er það ekki talið vera til vandræða þar sem hvorki eru lántökur né afskriftir í bókum félagsins. Í framhaldi af ábendingu á aðalfundi var ákveðið að setja eignaskrá félagsins inn á lokað skráasafn félagsmanna á rabbsíðum félagsins á Netinu.

3. Tilkynning um nýja stjórn

Ritara var falið að senda tilkynningu um nýja stjórn til NRAU IRAU og PogF, sem og á heimasíðu félagsins.

4. Innheimta árgjalda

Rætt var um innheimtu árgjalda 2008-2009. TF3AO áformar að senda út greiðsluseðla í september eða október og nefndi að reiknaðir hefðu verið vextir af árgjöldum síðasta árs eftir ákveðinn tíma og lagði fyrir fundinn hvort rétt þætti að reikna vexti. TF3SG stakk upp á að hafa eindaga 31. desember og reikna vexti eftir það. Ákveðið var að fresta umræðu um þetta atriði þar til nær dregur hausti.

5. Umsóknir um meðmæli ÍRA með útgáfu eins stafs viðskeyta á kallmerki

Nýafstaðinn aðalfundur 17. maí 2008 samþykkti að það nægði að hafa haft radíóamatörleyfi í 25 ár, hafi G-leyfi og 100 DXCC lönd til að stjórn félagsins geti mælt með úthlutu eins stafs viðskeytis á kallmerki.

Fyrir fundinum lá erindi frá TF5BW sem sækir um breytingu kallmerkis síns í TF5B. Eftir ítarlega skoðun gagna sem TF5BW hefur lagt fram ályktar stjórn að TF5BW uppfylli ofangreindar kröfur. Stjórn ÍRA samþykkir því að mæla með umsókn TF5BW til Póst- og fjarskiptastofnunarum breytingu á kallmerki sínu í TF5B.

Fyrir fundinum lá erindi frá TF3YH sem sækir um breytingu kallmerkis síns í TF3Y. Eftir ítarlega skoðun gagna sem TF3YH hefur lagt fram ályktar stjórn að TF3YH uppfylli ofangreindar kröfur. Stjórn ÍRA samþykkir því að mæla með umsókn TF3YH til Póst- og fjarskiptastofnunar um breytingu á kallmerki sínu í TF3Y.

Fyrir fundinum lá erindi frá TF3US sem sækir um breytingu kallmerkis síns í TF3U, en hefur ekki sent inn gögn til stjórnar ÍRA til staðfestingar gjaldgengi sínu samkvæmt ofangreindum kröfum. Stjórn frestar því afgreiðslu umsóknar TF3US um kallmerkið TF3U.

Ritara var falið að tilkynna um þessar afgreiðslur til umsækjenda og tengiliðs PogF TF3VS.

Frekari skýringar og greinargerð fyrir niðurstöðu stjórnarinnar:

Stjórnin fór ítarlega yfir málið og bar saman við vinnureglur um endurúthlutun kallmerkja látinna leyfishafa annars vegar, og um úthlutun keppniskallmerkja hins vegar.

Í tilfelli TF5B var það ályktun stjórnar að fyrri úthlutun TF3B stangist hvorki á við reglugerðina (sem segir einungis að forðast skuli að úthluta sömu bókstöfum á mismunandi svæðum en bannar það vitanlega ekki), né við endurúthlutunarreglur sem stjórnin hefur áður sett sér, um að fimm ár skuli líða frá andláti leyfishafa til þess að stjórn mæli með endurútgáfu kallmerkis hans (þótt í þessu tilfelli sé hið úthlutaða merki TF5B raunar aðeins líkt kallmerkinu TF3B en er ekki sama merkið, og falli því ekki undir þessa vinnureglu).

Í síðara tilfellinu var það ályktun stjórnar að þar sem TFnY væri ekki úthlutað merki hjá PogF heldur aðeins “frátekið” í þeim skilningi að stjórn félagsins hafði í eina tíð hugsað nokkur slík merki (W, X, Y og Z) til afnota fyrir keppnisstöðvar, væri stjórninni heimilt að endurákvarða um þessi keppnisafnot. Var það niðurstaða stjórnarinnar að hagsmunir einstakra félagsmanna gætu einfaldlega vegið þar þyngra, og því var umsókn TF3Y samþykkt.

6. Minnisblað um kallmerkjanotkun

TF3HR lagði fram minnisblað um vinnureglur stjórnar um úthlutun kallmerkja frá 8. febrúar 2006. Stjórn samþykkti að notast skyldi við eftirfarandi vinnureglur úr þessu minnisblaði varðandi endurúthlutun kallmerkja:

  • Að kallmerki látinna leyfishafa verði ekki endurnýtt fyrr en 5 árum eftir andlát, þó verði kallmerkjum látinna heiðursfélaga ÍRA ekki úthlutað aftur fyrr en að 15 árum liðnum. Kallmerki sem menn afsala sér, t.d. vegna þess að þeir taki annað kallmerki, verði ekki endurnýtt í 2 ár.
  • Að vísað sé til ályktunar aðalfundar 2008 um úthlutun eins stafs viðskeyta.
  • Að reglugerðin teljist fullnægjandi skýring á öðrum úthlutunarreglum kallmerkja.

7. Heimasíðumál

Það er álit stjórnar að vefsíður félagsins verði að vera aðgengilegri fyrir félagsmenn til að uppfæra og halda þeim lifandi. Einnig var rætt að opna spjallkerfið yfir í opnara umhverfi og tóku fundarmenn almennt vel í þær hugmyndir. Almennt var það talið þess virði að huga meira að vefmálum þess.

Ritari gerir heildarúttekt á heimasíðumálum og skilar yfirliti fyrir næsta stjórnarfund.

8. Sumaraktífítet

Rætt var um að hafa aktífítet fyrir jeppadag, svo sem field-strength-mælingar.

9. Húsnæðismál

Engar nýjar fréttir voru af húsnæðismálum hjá ÍTR, en stjórnin heldur áfram að leita hófanna annars staðar.

Fundi slitið kl 22:30

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 8 =