,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2008

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2008.08.06 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3AO, TF3SNN

1. Tengiliður PFS

TF3VS hefur tilkynnt að hann óski eftir að láta af störfum sem tengiliður ÍRA við Póst- og fjarskiptastofnun (PFS). Ritari TF3GL mun hér eftir sjá um um þessi samskipti. Stjórn þakkar TF3VS fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

2. Aðstaða ÍRA í Skeljanesi

Félagið mun enn um sinn hafa aðstöðu í Skeljanesi, vonandi í einhver ár til viðbótar. Varahlutir í StepIR loftnet hafa verið pantaðir. Stefnt er að uppsetningu í byrjun september. TF3SNN mun gera tillögur um frágang loftnetsbúnaðar.

Þrífa þarf aðstöðuna. TF3SNN kaupir þrifavörur. Stefnt er á þrif eftir Vitahelgi. TF3HR athugar með að fá aðgang að endaherbergi því sem sjóstangveiðimenn hafa. TF3SNN gerir að tillögu að setja eitthvað af eldri búnaði sem félagið á upp sem sýningargripi. Það mun skoðast í vetur.

3. Vitahelgin

TF3AO er búinn að afla leyfis hjá Siglingamálastofnun til að nota Knarrarósvita og verður í sambandi við Sigurð vitavörð. TF3HR mun senda tiltektarlista á stjórn. TF2LL mun sjá um að elda súpu í þátttakendur eins og hefð er fyrir. Reynt verður að reka 2 stöðvar, aðra á SBB/CW og hina á digital módum.

Fundi slitið kl 22.30

Fundargerð ritaði TF3HR

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − two =