,

4. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 23. mars 2017.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ og TF8KY.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Ný stjórn og verkaskipting

Ný stjórn tekur við með eftirfarandi verkaskiptingu. Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

2. Erindi sem hafa borist

PFS óskar eftir umsögn um útgáfu á íslensku kallmerki fyrir Thomasz Abramski SQ7EBT frá Póllandi. Mælt var með að hann fengi leyfi.

Fyrirspurn frá IARU varðandi gjöld sem greidd eru til félagsins. Vangaveltur um þá tölu, hvort hún þurfi að breytast. Á síðasta ári greiddi ÍRA rétt um 30 þúsund til IARU.

3. Inntaka nýrra félaga

Engir nýir félagar skráðir.

4. Félagatal

Farið yfir félagatal. TF3EK ber saman við þjóðskrá og leiðréttur. Farið yfir skráningu félaga.

TF3WZ ætlar að athuga við PFS hvort lista megi alla amatöra á íslandi á vefsíðu félagsins.

5. Félagsgjald

Greiðsluseðlar félgasgjalda verða sendir út fyrir mánaðrmót.

6. Allir velkomnir

Allir radíó amatörar séu velkomnir í félagsaðstöðu ÍRA. Umræða um að koma því betur á framfæri að allir séu velkomnir.

7. Reglugerð

Send hefur verið fyrirspurn um breytingar á reglugerð sem rædd var á aðalfundi til PFS. Svar hefur ekki borist.

TF3JA leggur til að TF3WZ skrifi formlegt bréf til PFS vegna reglugerðarbreytinga.

8. Fundartímar stjórnar

Stjórnarfundir munu vera haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar klukkan 18:30.

9. Húgsögn félagsheimili

Ekki veðrur farið í fjárfestingar á húsgögnum fyrr en rætt hefur við Reykjavíkuborg.

 

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + twelve =