Vitahelgin í Knarrarósi 2004

Í 6. skipti tók Í.R.A. þátt í Vitahelginni (Ligthouse Weekend)frá Knarrarósvita í ágúst 2004. Að venju var kallmerkið TF1IRA notað. Um 7 félagar voru á staðnum frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds og áttu þar ánægjulega helgi í ágætu veðri. Nokkrir félagar komu einnig í heimsókn. Skilyrði hefðu mátt vera betri en um 200 sambönd náðust.

Myndirnar tóku Ársæll TF3AO og Brynjólfur TF5BW.