Vitahelgin í Knarrarósi 2007

Þátttaka í Vitahelginni (Lighthouse Weekend) frá Knarraósvita er orðin fastur liður á dagskrá Í.R.A. og er þetta 9. árið í röð sem farið er í vitann. Skilyrði voru með betra móti og voru höfð hátt í þúsund sambönd. Að venju var kallmerkið TF1IRA notað. Mjög góð þáttaka var og voru sumir félagar mættir uppúr hádegi á föstudeginum. Sett voru upp allskonar loftnet og voru rápstengur óspart notaðar.

Myndirnar tóku Andrés TF3AM, Ársæll TF3AO og Halldór TF3GC.