,

12. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 28. desember 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 13:20.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZ og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Stjórnarfundir

Farið var yfir fundargerðir síðustu stjórnarfunda sem og fund með Prófnefnd. Rætt var um kallmerki og klúbbstöðvarkallmerki. Ljóst er að úthlutun klúbbstöðvarkallmerkja er alfarið í höndum Póst og Fjarskiptastofnunar. Næsti stjórnarfundur verður haldin þann 18. janúar 2017 kl 12:00 í Skeljanesi. Stjórnin mun þá fara yfir þær lagabreytingar sem borist hafa ef einhverjar verða. Einnig verður rætt um fyrirhugað námskeið sem áætlað er að halda snemma á árinu 2017.

2. Aðalfundargerð 2016

Rædd var nauðsyn þess að klára ritun Aðalfundargerðar 2016. Sigurður Hrafnkell – TF8KY er með málið á sinni könnu. Formaður kallar eftir samstarfi stjórnarmanna við ritun skýrslu stjórnar á yfirstandandi tímabili. Ákveðið var að notast við Facebooksíðu stjórnar til þess.

3. Lög ÍRA

Lög ÍRA eru að finna á heimasíðu félagsins. Samkvæmt þeim ber að skila inn tillögum til lagabreytinga fyrir 15. janúar ár hvert. Formaður ÍRA mun senda félagsmönnum póst og minna á frestinn. Samkvæmt lögum ÍRA ber að halda Aðalfund á tímabilinum 15. febrúar til 15. mars. Auglýsing Aðalfundar þarf að berast félagsmönnum 3 vikum fyrir fund.

4. Fjármál

Staða félagssjóðs ÍRA er góð. Greiðsluseðlar vegna félagsaðildar fyrir árið 2017 verða sendir út snemma á árinu 2017 með eindaga 1. júlí 2017. Reikningar verða sendir endurskoðendum tímanlega og bókhald verður tilbúið fyrir Aðalfund.

5. Truflanir og EMC nefnd

Rætt var um truflanir vegna amatörs á Vatnsenda í haust. Stjórnarmenn vita lítið um málið og verður leitast við að afla frekari upplýsinga um þetta tiltekna mál. Formaður mun hafa samband við EMC nefnd ÍRA varðandi tilkynningar um truflanir af öðrum völdum.

6. TK-90

TF3WJ hefur stungið því að ÍRA að félagið eignist TK-90 stöð til þess að vera virkt á HF tíðnum Landsbjargar sem nokkrir aðilar hafa fengið leyfi til þess að nota. Stjórn ÍRA mun skoða málið vel og taka málið fyrir á næsta stjórnarfundi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 9 =