,

9. Stjórnarfundur ÍRA 2008

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2008.11.04 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP

1. NRAU-fundurinn í Stokkhólmi

TF3HP fór fyrir hönd stjórnar til á aðalfund norrænu radíóamatörsamtakanna NRAU í Stokkhólmi í október.

Nokkur atriði:

  • Ákveðið var að styðja áform um beacon-a á 80 og 40 metra böndunum.
  • Rætt var “direct QSL only”-vandamálið, þar sem sumir amatörar virðast gera út á að fá QSL-kortin beint og með peningagreiðslu til að fjármagna endursendingu.
  • QSL-kort sem koma á bureau-in en ekki stíluð á félagsmenn er almennt fargað meðal félaganna
  • Samþykkt var að styðja umleitanir amatöra um að fá úthlutað tíðnum kringum 500 kHz t
  • Franskir amatörar hafa óskað eftir að fá að senda á AM efst á CW-bandinu, en norrænu félögin lýstu sig mófallin því, og beina því til Frakka að fara skuli eftir bandplaninu.
  • Suður-Afrískir amatörar hafa óskað eftir að fá að nota SSB á 30 m bandinu. Þeir vinna á þessu bandi í dagsbirtu skv. sérstakri heimild til Afríkuríkja, og vilja nú fá að vinna á þessu bandi á SSB allan sólarhringinn. NRAU-félögin lögðust gegn þessu.
  • Vinna var sett í gang undir stjórn Norðmanna við að leggja drög að áætlun við að samræma betur bandplönin milli IARU-svæða.
  • Vandamál með ítalskan amatör sem gerst hefur þaulsetinn á 14.195 var rætt og endurteknum tilmælum beint til ítalska félagsins um að þeir taki á málinu.
  • Varðandi fyrirhugaða 100 kHz stækkun á 40 m bandinu var það skoðun félaganna að öll mode ættu að njóta.
  • Tillögur um contest-frí segment á 80 og 20 metra böndunum voru samþykktar. 40 metra bandið er erfiðara uns komin er 100 kHz-viðbótin. Þetta verður tekið upp á IARU Region 1-fundinum.
  • Tillögum sem lágu fyrir fundinum um evrópskan DX-kontest var hafnað.
  • Farið var yfir agamálin. Aðferð Finna af hvernig tekið er á þeim var lýst, en þar byrja menn á að fara með menn í sauna og útskýra vandamálið. Ef það dugir ekki, er farið aðra ferð í sauna, en í þetta sinn er hlustað á upptökur af framferðinu. Ef menn láta sér ekki segjast, þá er leyfið tekið af þeim. Þetta er framkvæmt af landsfélaginu með fulltingi yfirvalda.
  • Rætt var um split operation. Fundurinn sá ekki ástæðu til að takmarka slíkt, en erindið sem lá fyrir fundinum fjallaði um að slíkri operasjón skuli stillt í hóf og ekki hlustað á of breiðu tíðnibili.
  • Rætt var um framtíð í QSL-málum, m.a. hvort ætti að hætta rekstri bureau-a og fara alfarið yfir í stafrænt QSL. Fundurinn var mótfallinn þessum hugmyndum.
  • Heimatilbúinn kallmerkisnotkun svo sem TF3xx/QRP fylgir engum heimildum og félögin voru andsnúin slíkri notkun. Undantekning frá þessu var viðskeytið /D (þar sem D táknar disaster eða distress), sem ákveðið var að landsfélögin skyldu leita eftir heimildum fjarskiptayfirvalda til að nota í neyð.

Vel þótti hafa tekist til með aðkomu ÍRA að NRAU-fundinum, ekki síst m.t.t. eflingar samskipta og aukinna tengsla félaganna. Ákveðið var að birta frétt um fundinn í CQTF og mun TF3HP semja pistilinn.

2. Vetrardagskrá

TF3KX hefur óskað eftir aðstoð við yfirferð álitamála í stigagjöf til Útileika. Stjórnin tilnefnir Bjarna Sverrisson og Óskar Bjarnason til starfans. Stefnt er að kynningu á úrslitunum fimmtudagskvöldið 13. nóvember.

TF3GL og TF3HR munu kynna ný veftól félagsins á fundi 27. nóvember.

TF3HR kom með hugmynd um að sýna heimildarmynd í amatörbíó 4. desember.

TF3T getur síðan haldið fræðslukvöld um lúppur í janúar.

Þetta verður kynnt á vef félagsins og póstlistum. TF3SG sér um málaflokkinn.

3. Aðstöðumálin

Síðan síðasti stjórnarfundur var haldinn er búið að taka nýja sjakkinn í gegn og koma honum í gagnið, setja upp turninn og SteppIR-netið, þótt rás í stýriboxi hafi brunnið yfir og þurft að fá lánað box hjá TF3IGN. Einnig á eftir að stilla rótorinn. Nýi sjakkurinn var svo vígður með félagsþátttöku í CQWW SSB. Óskaði TF3HR eftir að sérstaklega yrði fært til bókar þakklæti félagsins til þeirra félagsmanna sem lagt hafa hönd á plóginn.

Rætt var um að sækja um leyfi fyrir öðrum turni. TF3HP tekur að sér að skoða hvar þetta mál er á vegi statt og undirbúa umsókn til viðeigandi aðila um uppsetningu turnsins.

4. Fjarskiptasafn

Þjóðminjasfnið f.h. Fjarskiptasafnsins á Melunum hafur óskað eftir aðkomu amatöra að sýningunni. Ákveðið var að leggja til við safnið að einfaldlega yrði sett upp radíóamatörstöð á staðnum þar sem skólakrakkar geta prófað að hlusta. Einnig þyrfti að útbúa veggspjald til að kynna ÍRA og amatörmennskuna. Hugsanlega myndi radíóklúbbur Háskóla Íslands vilja koma að þessu.

Stjórnin ákvað að beina því til Harðar Mar TF3HM hjá HÍ hvort þeir vildu koma að þessu og fá aðstoð félagsins ef með þarf.

5. Tíðnimál

TF3SG ætlar að virkja félagsmenn til að vinna að tíðnimálunum með félaginu með það að markmiði að vera í farabroddi meðal nágrannaþjóðanna hvað tíðniheimildir varðar. TF3GL hefur áhuga á að kortleggja tíðniheimildir sem amatörum hefur verið veittur aðgangur að í gegnum tíðina.

Fundi slitið kl 23.00

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 4 =