,

8. Stjórnarfundur ÍRA 2008

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2008.10.07 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP

1. NRAU-fundur í Stokkhólmi

TF3HP er fulltrúi stjórnar félagsins á NRAU-fundi í Stokkhólmi 10.-12. október 2008. Kynnti TF3HP þau málefni sem ætlunin er að ræða á ráðstefnunni og stjórnin réð ráðum sínum um helstu áherslumál, svo sem agamál og tíðnimál. Þessi mál verða síðan tekin upp á IARU-ráðstefnunni í Króatíu. TF3HP mun skila félaginu yfirliti yfir niðurstöður fundarins þegar heim er komið.

Til stendur að framselja atkvæðisrétt ÍRA á IARU-ráðstefnunni til Svía. TF3HP og TF3SG munu sjá um að koma réttum pappírum áleiðis.

Þá var farið yfir glærusýningu þá sem TF3HP mun halda til að kynna félagið. Fylgir hún viðfest hér IRA NRAU 2008.10.ppt.

2. Húsnæðismál

TF3HR greindi frá því að Ættfræðiþjónustan ORG hafi sótt um og fengið leyfi hjá Reykjavíkurborg til að setja upp “tæknisafn” í öðrum enda sameiginlega rýmisins. Lagði hann til að félagið sendi bréf til eignasviðs Reykjavíkurborgar þar sem þessari ráðstöfun væri mótmælt á þeim forsendum að salurinn sé sameiginlegur leigjendum í húsinu.

Þá fengust þau svör hjá eignasviði að farsímamastrið sem Vodafone hafði hug á að setja upp á húsinu væri alfarið á valdi ÍRA að hlutast til um. Í ljósi þessa var ekki talin þörf á að setja saman sérstaka greinargerð um málið, heldur benda á að sakir töluverðra líka á gagnkvæmum truflunum legðist félagið gegn þeim ráðahag.

3. Vetrardagskráin

Nauðsynlegt er að kynna vetrardagskrá félagsins á vefnum næstu daga. Þegar liggja fyrir góð drög að dagskrárliðum. Semja þarf við TF3KX um dagsetningu fyrir uppgjör útileika, og mun TF3SG sjá um þessi mál.

4. CQTF

TF3GL lagði til að óskað yrði eftir því við ritstjóra CQTF TF3JA að hann héldi áfram útgáfu CQTF á sama formi og hingað til (Word-skjal fært yfir í PDF, dreift á tölvupósti og prentað út eftir atvikum). Voru menn á því að það væri góð ráðstöfun þar til blaðið ratar á vefinn í gagnvirkara formi í framtíðinni.

5. Félagsgjöld

Að sögn TF3AO hefur lítið skilað sér fram að þessu af félagsgjöldum með millifærslum beint inn á reikning félagsins, en TF3AO áformar að senda brátt út gíróseðlana.

6. Félagsstöðin

Nýi sjakkurinn var tekinn í gegn og lögðu þar margir gjörva hönd á plóg, en þó langar stjórn félagsins að þakka TF1EIN sérstaklega fyrir hans þátt, en hann lagði m.a. þriggja fasa rafmagn að aðstöðunni. Að sögn TF3AO eru varahlutir í SteppIR-netið nú á leiðinni. Stöðvarstjóri TF3SNN hyggst gangast fyrir vinnudegi til undirbúnings loftnetsuppsetningu.

Fundi slitið kl 22.30

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − 4 =