,

9. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 12. september 2016.

Fundur hófst kl. 12:30 og var slitið kl. 15:40.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZN og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Vetrardagskrá

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að falla frá sérstakri afmælishátíð sem stóð til að halda á Korpúlfsstöðum í október. Lagt er til að halda Haustviðburð 2016 í staðinn í Skeljanesi. Lagt er til að þar yrði mönnum boðið að sýna ýmis tæki og tól og óhefbundna fjarskiptamáta. Einnig yrði flóamarkaður á staðnum og kaffi og kökur í boði. Haft verður samband við nokkra aðila og falast eftir samvinnu við þá. Ef vel tekst til þá er stefnt að samskonar viðburð vorið 2017.

2. SOTA og Afmælihátíðin

TF3DC vill koma þökkum á framfæri vegna SOTA verkefnisins og telur sig hafa orðið var við mikinn áhuga félagsmanna á þátttöku í SOTA TF og almenna ánægju með verkefnið. Einnig vildi hann láta færa til bókar að almenn ánægja ríki meðal félagsmanna vegna undirbúnings og framkvæmdar afmælishátíðar félagsins í Skeljanesi 14. ágúst. Ölvir, TF3WZN, kom þar færandi hendi með tvær nýjar tölvur og félagsmönnum voru sýnt nýja IC-7300 tækið sem félagið gaf sjálfu sér í afmælisgjöf og prófuðu all nokkrir tækið og höfðu ánægju af.

3. Keppnir

Til stóð að TF3DC og TF3EO skipulegðu þátttöku í SAC CW 2016. TF3EO er að vinna þá helgi og ætlar TF3DC að standa fyrir keppninni. Reynt verður að fá amatöra til þess að vera með og virkja TF3W. Einnig verður auglýst eftir áhugasömum til þess að taka þátt sem TF3W í SAC SSB 2016. Til stendur að virkja TF3W í næstu CQ WW RTTY 2016 og hefur stöðin verið mönnuð en áhugasamir verða hvattir til þess að koma og vera með. Einnig verða félagsmenn almennt hvattir til þess að taka þátt í SAC CW, SSB og RTTY.

4. Innheimta félagsgjalda

Innheimta félagsgjalda hefur verið erfiðari en oft áður en send verður ítrekun á þá félaga sem enn hafa ekki enn greitt félagsgjöldin.

5. Loftnetsmál

Gengið verður frá kaupum IC-7300 í vikunni en enn vantar reikning fyrir stöðinni. Stjórnin ákvað að ganga að kaupum á Hustler neti sem tengt verður við IC-7300 stöðina til þess að auðvelda fjarstýringu. Netinu fylgir sökkull sem passar á þakið í Skeljanesi. Heildar kostnaður ásamt festingu er 40.000kr. Einnig verður hugað að uppsetningu lágbanda stangarloftnets án gildra. Fella þarf Fritzel greiðuna og yfirfara hana fyrir veturinn, auglýst verður eftir félögum til þess að koma að því verki. Einnig verður auglýst eftir VHF/UHF umsjónaraðila til þess að setja upp net og tengja Kenwood stöð félagsins. Merkingarvél í eigu TF3WZN er kominn í sjakkinn og til stendur að merkja alla kóaxa og fleira til.

6. Internet tenging

ADSL tenging er til staðar í Skeljanesi en nauðsynlegt er að uppfæra það í VDSL. TF3WZN útvegaði frábæran endabúnað fyrir VDSL sem auðvelda mun uppsetningu fjarstýringar. Nauðsynlegt er að verja WiFi beininn fyrir RF í sjakk. Nýi VDSL beinirinn er málmklæddur en einnig þarf að setja ferrit á tengingar.

7. Fundur vegna fyrirhugaðra reglugerðarbreytinga

Fyrirhugaður er fundur stjórnar með prófanefnd 5. október. Þar verður farið yfir mál og undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra reglugerðrarbreytinga varðandi svæðisskiptingu og kallmerkja.

8. Ferðastyrkur

Ferðastyrkur er samþykktur var til handa TF3JA vegna þátttöku ÍRA á Smiðjudögum á Seyðisfirði var ekki nýttur í þetta sinn.

9. CQTF

Auglýst verður eftir efni á haustdögum til útgáfu á CQTF. TF3JON hefur gefið félaginu heimild til þess að nota ljósmyndir úr gríðarlegu safni mynda sem spannar langan tíma úr sögu félagsins. Vonast er til að félagar taki virkan þátt í útgáfu CQTF.

10. Auglýsing vegna námskeiðs

Ákveðið var að auglýsa haustnámskeið og kanna áhuga á þátttöku. Fyrirhugað er að halda próf 12. nóvember næstkomandi. TF3JA verður umsjónarmaður námskeiðisins ef af verður. Í undirbúningi er stuðningskennlsa fyrir þá sem ætla í leyfishækkunarpróf og einnig fyrir nemenda er missti af vorprófinu vegna veikinda.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × five =