,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. júlí 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 14:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Erindi TF3JA um 30.000kr greiðslu vegna námskeiðs á Seyðisfirði

Stjórn ÍRA samþykkir að greiða TF3JA 30.000kr í styrk vegna námskeiðshalds á Seyðisfirði 2016. Þegar er farið að bókast á námskeiðið og telur stjórnin þetta góða nýliðakynningu.

2. Vegna kaupa á Icom IC-7300

Stjórn ÍRA samþykkir kaup á IC-7300 fyrir félagið. Einnig verður hugað að sölu þeirra tækja sem eru í aðstöðunni. Takist að selja tækin verður farið í að endurnýja tækjakostinn sem allra fyrst.

3. Útileikar 2016

Ákveðið var að TF3EK og TF3EO verði ábyrgðarmenn fyrir útileikunum 2016. Auglýsing verður birt fljótlega á vef félagsins sem og á FaceBook þar sem félagsmenn verða hvattir til þátttöku. Unnið er að drögum að breyttum reglum útileikanna sem verða kynntar síðar og stefnt er að kynna úrslit útileikanna í október ef mögulegt er. Miðað er við að þátttakendur skili inn loggum á tilætluðum tíma að öðrum kosti dæmast þátttakendur úr leik.

4. SOTA og JOTA mál

TF3EK hefur unnið þerkvirki í að finna tinda sem falla undir P150 reglu SOTA. TF3EO og TF3EK munu reyna að hittast næsta mánudag til þess að fara yfir málið. Reynt verður að koma niðurstöðum til SOTA sem allra fyrst og hefjast handa við að skrifa ARM fyrir Ísland. Radíóskátar standa að JOTA uppákomu á Úlfljótsvatni 17. – 24. júlí. Notast verður við kallmerkið TF1SS og hvetur stjórn alla þá félagsmenn sem geta að renna við á Úlfljótsvatni og virkja stöðina með þeim.

5. Tiltekt í Skeljanesi, Afmæli ÍRA og fleira

Reynt verður að fá félagsmenn til þess að mæta í Skeljanesið til þess að þrífa og taka til fyrir Afmælisveisluna sem stendur til að halda sunnudaginn 14. ágúst. Boðið verður uppá afmælisköku og fleira. TF70IRA verður í loftinu meðal annars og verið er að ræða við nokkra félagsmenn um aðkomu að öðrum uppákomum. Rætt var um að koma upp 160M neti við aðstöðuna í haust, laga SeppIr netið og gera það söluhæft og selja það. TF3DC hefur forræði yfir málinu.

6. Vitahelgin og Menningarnótt

Ákveðið var að sleppa þátttöku á Menningarnótt og einbeita sér frekar að Vitahelginni. Ljóst er að nokkuð margir félagsmenn og aðrir munu mæta að Garðskagavita og þess vegna mun ÍRA setja upp stóra tjaldið upp þar ásamt félagsfánanum. Ýmisslegt verður þar forvitnilegt til skoðunnar og er það ósk stjórnar að það heppinst vel. Ósk hefur komið frá hópi félagsmnanna að fá tjaldið sem og styrk vegna útisalernis við Knarrarósvita. Af ofargreindum ástæðum verður tjaldið við Garðskagavita en stjórnin mun verða við beiðni um styrkinn. Það er þó eindregin ósk stjórnar að fjölmennt verði við Garðskaga enda aðstaða þar betri og t.d. veitingasala og salernisaðstaða á staðnum. TF3DC vill bóka að styrkir vegna útisalernis séu ekki fordæmisgefandi almennt þó að það hafi verið gert í fyrra og standi til nú.

7. Haustpróf

Boðið verður upp á próf í haust eins og áður var auglýst þann 10. september. Prófið er ætlað skuldlausum félagsmönnum en öðrum verður boðið að borga gjald sem samsvarar félagsgjaldi ÍRA. Vegna stöðu félagsgjalda hefur fráfarandi gjaldkeri TF3DC lagt fram til upplýsinga yfirlit um fjárhagshreyfingar bankareiknins á timabilinu sem af er og yfirlit um stöðu félagsmanna sem enn eiga eftir að standa skil á félagsgjaldi síðasta tímabils. Málið tilheyrir nú TF3EK sem tekur við stöðu gjaldkera og er að setja sig inn í málinn

8. Heimasíða ÍRA og útgáfumál

Farið var lauslega yfir stöðu vegna breytinga á útvistun heimasíðu og önnur útgáfumál. Málin eru í farvegi.

9. Sumarlokun Skeljaness

Ákveðið var að fresta fimmtudags opnun Skeljaness þar til Afmælisdaginn 14. ágúst. Verði annað uppá teningum verður það auglýst vel og vandlega.

10. Vetrardagskrá

TF3DC hefur lagt fram drög að starfsáætlun á Facebook svæði Stjórnar ÍRA til skoðunnar fyrir stjórnarmenn. Einnig hefur verið sett inn dagskrá viðburða á IRA.IS. Starfsáætlun í heild var þó ekki tekin fyrir á þessum fundi. Stefnt verður að því að setja upp keppnislið og auglýst verður eftir áhugasaömum félagsmönnum til þess að manna TF3W sem og að koma að vinnu vegna loftneta og annars sem tilheyrir keppnum.

11. 6M Beacon

Ákveðið var að TF3EO fari með Yaesu 6M beacon til viðgerðar hjá TF3ARI. Tækið er þegar komið til hans. Til stendur að setja hann upp sem allra fyrst.

12. Fundargerð Aðalfundar

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir fundargerð Aðalfundar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + thirteen =