,

14. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. nóvember 2015.

Fundur hófst kl. 18:30 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3SG, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. CQ-TF

Viljum gefa út CQ-TF sem fyrst. Allir stjórnarmenn skulu skila inn grein til birtingar í blaðinu. TF3JA hefur heyrt frá nokkrum félagsmönnum sem hafa sýnt áhuga á að skrifa greinar fyrir blaðið. Ekki hefur fundist ritstjóri en stjórnin ætlar að gefa út blaðið.

2. Prófnefnd

Boðaður hefur verið fundur með prófnefnd þann 14. nóvember næstkomandi. Takmarkið að ræða fyrirkomulag prófnefndar og ræða mönnun hennar. Ræða um tillögu til prófnefndar sem ákveðin var á 7. stjórnarfundi að skipa TF3EK í nefndina. Skerpa á verksviði prófnefndar, það að leggja línur námsefnis, semja prófin og halda þau. Við viljum að próf og spurningar séu uppbyggðar þannig að nemandi skilji umfang námsefnis þannig að hann geti lært markvisst fyrir próf þannig að líkur hans til að standast próf séu sem mestar.

TF3JA leggur til að minnisblað um fyrirkomulag prófnefndar verði tilbúið í næstu viku, helst þriðjudag.

3. Námskeið

Það stendur til að halda námskeið í samvinnu með 4×4 og skátum.

4. Fundur með PFS

Ræddur var fundur sem TF3JA og TF8KY mættu á hjá PFS. Stjórnin kallar eftir fundargerð frá þeim fundi. TF8KY og TF3JA ætla að setja saman fundargerð úr glósum þeirra beggja.

5. Leyfileg loftnet amatöra

Rætt um það hvort ætti að liggja fyrir opinber skilgreining á því hvernig loftnet amatörar megi setja upp. Stjórnin er ekki á því, hætta á að það skapi frekar hömlur en hitt. Heldur skal halda þeirri góðu venju að loftnet amatöra séu sett upp í sátt og samlindi við nágranna.

6. Ósk frá PFS

PFS leggur til að við finnum nokkra amatöra (2-3) sem tilbúnir eru að leyfa PFS að gera mælingar á útgeislun frá stöðvum þeirra. PFS ætlar að mæla útgeislun m.t.t. áhrifs á heilsufar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − 3 =