,

11. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 17. október 2017.

Fundur hófst kl. 17:30 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3DC og TF3EK.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar var ekki tilbúin. TF3WZ mun koma henni á almennilegt format og á vefinn fyrir stjórnarmenn að fara yfir. Verður tekin fyrir á næsta stjórnarfundi.

2. YOTA 2018 á Íslandi

TF3JA leggur til að ÍRA muni halda hið árlega YOTA sumarbúðir 2018.  Hugmyndin er að gera þetta í samvinnu við Skátana og yrði þetta væntanlega síðustu vikuna í Júlí 2018 á Úlfljótsvatni. Verkefnið er styrkt af IARU. TF3JA óskar eftir því að fá umboð til að sjá um verkefnið.

Samþykkt einróma.

3. Heimasíða – Vistun á Norðurlandablöðum

TF3WZ bendir á að ef við höfum lokað svæði á síðunni sem er aðgangsstýrt á notanda. Við þetta myndi skapast einhver vinna við utanumhald á notendum, aðstoð og fleira sem því tengist. Þessi kostur er ekki sá besti en myndi augljóslega leysa þá aðgangsstýringu sem þarf að framkvæma.

TF3WZ bendir einnig á að mögulega væri einfaldast að senda tölvupóst á félaga íRA með upplýsingum um hvað þarf til að komast inn á síðuna sem hýsir norðurlandablöðin.

TF3JA athugar málið hvað við megum gera.

4. Skeljanes – Aðstaða ÍRA

TF3JA leggur til að leggja til við Odd ættfræðing að hann fái svæðið sem er uppi fyrir glæsilegt fundarherbergi og auka geymslu fyrir bækur gegn því að við fengjum að hafa svæðið sem niðri, þ.e. alla hæðina sem er fyrir innan bláu hurðina (gamla mötuneytið) út af fyrir okkur.

TF3WZ óskar eftir leyfi til að tala við RVK varðandi Gufunes. Og þá í framhaldi varðandi Skeljanes.

Samþykkt einróma.

5. 160m loftnet

Tillaga um að setja upp álstöng sem er til fyrir 160m. TF3DC  bendir á að það þurfi að smíða fót undir loftnetnið. TF3EK telur það ekki þurfa. TF3EK mun sjá um uppsetningu á loftnetinu. Stefnt er á föstudag eða laugardag.

Samþykkt einróma.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 3 =