,

10. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. ágúst 2015.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 22:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Útileikar

TF3DC tók fram að vel hafi heppnast kynning útileikanna. TF3EK ætlar að koma með tillögu um breyttar reglur útileika, t.d. hefur hann undir höndum nokkra góða punkta frá félagsmönnum. Ákveðið að biðja nefndina sem vinnur að endurskoðun félagslaga að skoða aðalfundarályktun um hvort aðalfundur getur bundið hendur stjórnar með t.d. breytingar á reglum útileika.

2. Fundargerðir

TF8KY leggur til að fundargerðir séu sendar í tölvupósti til stjórnarmanna eftir stjórnarfundi. Séu þær ekki gagnrýndar innan 24klst. megi setja þær á vefinn. Fundurinn samþykkir tillöguna en tekur fram að megi gagnrýna fundargerðir og krefjast breytinga eftir að þær fara á vef.

3. Vitahelgi

TF3JA leggur fram spurningu um hvort félagið komi beint að starfsemi við vitana. Erfitt fyrir félagið að koma að þessu nema kynna það á fimmtudagskvöldi í félagsheimili. TF3JA ætlar að setja tilkynningu á vefsíðu ÍRA, staðan virðist þannig að þáttakan verði helst á Knarrarósvita.

4. Lyklamál

Stjórnin stendur fyrir þeirri meiningu að 6 pör af lyklum hafi verið afhent félaginu á sínum tíma. Vitum um 5 pör en héldum að TF3TNT hafi haft eitt par en hann segist ekki hafa lykla undir höndum. TF3EK vantar lykla. TF3DC tekur að sér að kanna hjá borginni hvort hægt sé að fá útbúið nýtt lyklapar. Einnig rætt um útfærslu á aðgengi félagsmanna að stöð utan opnunartíma með t.d. að lyklaboxi og hlutverki stöðvarstjóra. TF3DC ætlar einnig að kanna það.

5. Rotor

Ákveðið að kaupa Procitel rotor með boxi, týpa PST61D, 998 evrur auk 110 evrur í flutningskostnað, auk VSK. Tekin til greina viðvörun nokkurra félagsmanna sem hafa ekki góða reynslu af Yaesu rotor sem fyrr hafði verið ákveðið að kaupa. TF3JA setur spurningu við hvort óhætt sé að leggja í svona kostnað án þáttöku félagsmanna. TF3EK leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun m.t.t. annars rekstrarkostnaðs félagsins. TF3JA leggur til að kynna ákvörðunina á netinu til að kanna undirtektir.

6. Kallmerki félagsmanna notuð í félagsstöð

Tillaga frá TF3CY rædd til umhugsunar fyrir stjórnarmenn. Stjórnarmenn eru frekar jákvæðir fyrir tillögunni en ákveðið að halda óbreyttum reglum í bili.

7. Tillögur TF3CY um loftnetamál

Stjórnarmönnum líst vel á flestar hugmyndirnar. Samþykkt að breyta stefnu í loftnetamálum, þá verður stefnan “robust” loftnetakerfi og henti þar sem margir ganga um. Þ.a. halda skal einfaldari loftnetum en fækka þeim sem þarf að ”tjúna” eða nota flókinn stýribúnað. Stefnt að því að koma loftnetum einu á eftir öðru í lag og samþykkt að kaupa einfaldan handvirkan loftnetaskipti í stað kerfis með einum kóax og fjarstýrðum loftnetaskipti.

8. Tillaga TF3DC um að BigIR verði seldur

Svona loftnet hentar illa þar sem margir ganga um stöðina. Andvirði sölunnar geti gengið uppí kaup rotors. Samþykkt að kanna hvort kaupandi fáist sem er tilbúinn að greiða 170- 180þús. fyrir loftnetið með boxinu.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 − four =