,

14. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. Desember 2017.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, TF3EO, TF3NE og TF3DC

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Birting lista yfir alla radíóamatöra á vef ÍRA.

TF3JA leggur til að fengið verði leyfi hjá PFS til að birta lista yfir alla sem fengið hafa amatörleyfi. TF3DC og TF3EK benda á að PFS ætti að hafa þennan lista á sinni síðu að hætti norsku Póst- og fjarskiptastofnunarinnar sem dæmi. Samþykkt að óska eftir leyfi til að birta hlekk á amatörlistann á heimasíðu ÍRA.

2. Breytingar á prófnefnd

Rætt var um Prófnefnd ÍRA og samskipti við nefndina. Í framhaldi af þeirri umræðu ákvað stjórn að skipta út manni í Prófnefnd ÍRA fyrir áramótin 2017/2018. TF3JA lagði til að stjórn hitti prófnefnd eða formann nendarinnar og færu yfir málin þegar reglugerðin hefði tekið gildi, það var samþykkt.

3. Námsefni

TF3DC spyr hvort HAREC sé ekki notað sem viðmiðun fyrir kennsluefni?  TF3EK, Einar, upplýsir að ekki sé að öllu leyti farið eftir HAREC í vali á námsefni og sem dæmi nefnir að ekki er í HAREC ætlast til að fjallað sé um einstaka íhluti í tækjum og búnaði heldur skuli fjallað um einstakar rásaeiningar og virkni þeirra. Ennfremur er ekkert fjallað um nýja SDR tækni í námsefni ÍRA eins og áður hefur komið fram hjá Einari á fundi í ÍRA. TF3DC segir frá því að fyrir þremur árum hafi borið á góma í stjórn ÍRA (og verið keypt) að frumkvæði TF3GL –  nýútkomin bók sem Norðmenn nota sem er í þýðing á breskri kennslubók HAREC.  Var það mat Prófnefndar ÍRA og kennara, TF3HK að bókin hentaði okkur ekki og námsefnið á íslensku sem notað væri hentaði okkur betur þó það mætti eflaust bæta.

Í framhaldi rifjaði TF3DC upp þá staðreynd að Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út staðfestingar  til erlendra yfirvalda um að íslensku prófin og leyfin standist HAREC?  Taldi Óskar sjálfsagt að athuga þessa staðreynd í öllu samhengi í rökræðum um málið.

4. Kaup á nýrri stöð

TF3JA leggur til að ÍRA kaupi IC-7610. Tilboð barst  frá FAJ í dag:

ICOM IC-7610 er áætluð til afgreiðslu um miðjan janúar. Verð á stöðinni sem ég get boðið er 2850 evrur + vsk sem gerir um 438.000 kr með vsk miðað við gengið þessa dagana. ICOM RC-28 fjarstýring er á 23.107 með vsk til IRA. Ég á að eiga hana til á lager. Ég bið um staðfestingargreiðslu upp á fjórðung af heildarverði með vsk. Láttið mig vita ef félagið vill staðfesta pöntun. Meðfylgjandi er PDF skjal yfir stöðina. 73, Ásgeir Örn Rúnarsson, TF3AI

TF3EK leggur til að stöðin verði greidd að fullu fyrirfram.

Tillaga um kaup og fyrirframgreiðslu er samþykkt einróma.

5. Næsti stjórnarfundur

Næsti stjórnarfundur verður haldinn að viku, 18. desember 2017 eða strax eftir að fyrirliggjandi reglugerðarbreyting hefur tekið gildi.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − fifteen =