Tíðniheimildir radíóamatöra eru settar fram í gildandi reglugerð á hverjum tíma. Núgildandi reglugerð er nr. 348/2004. Tíðniheimildir radíóamatöra eru samræmdar um allan heim, með nokkrum undantekningum.

Reglugerð nr. 348 dagsett 19. apríl 2004 um starfsemi radíóáhugamanna; hlekkur: Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna.

Upplýsingar um leyfð tíðnisvið:

  1. Skilgreind tíðnisvið skv. viðauka með reglugerð.
  2. Heimild á 472-479 kHz, 630 metrar.
  3. Sérheimild á 1850-1900 kHz, 160 metrar.
  4. Sérheimild á 5260-5410 kHz, 60 metrar.
  5. Sérheimild á 70.000-70.200 MHz, 4 metrar.

Vísun á tilmæli IARU, Svæði 1, um notkun á tíðnisviðum radíóamatöra, IARU tíðniskipulag samþykkt 2014. Samræmd tilmæli ÍRA og NRRL um notkun á 60 og 600 metra böndunum, hlekkur.

*Forgangsflokkur nr. 1 merkir að radíóamatörar eiga forgang að tíðnisviðinu og í undantekningartilvikum með öðrum notendum. Forgangsflokkur nr. 2 merkir að radíóamatörar mega ekki trufla aðra notendur/þjónustur í sama tíðnisviði sem eru í 1. forgangsflokki, svo og að radíóamatörar njóta ekki verndar gegn truflunum frá þeim.

**Aðgangur radíóamatöra að tíðnisviðinu 7.100-7.200 MHz breyttist þann 29. mars 2009 í ríkjandi aðgang úr víkjandi aðgangi,eða úr 2. aðgangsflokki í 1 aðgangsflokk. Frá sama tíma voru aflheimildir auknar til samræmis við fyrri helming tíðnisviðsins, 7000-7100 kHz samkvæmt hámarksafli.

Innan ofangreindra tíðnisviða er mælst til að leyfishafar virði “bandplanið“, skipulag um hvaða mótunaraðferðir skuli nota á mismunandi tíðnum. Hérlendis er fylgt bandplani IARU Svæðis 1, vefslóð.

2. Heimild á 472-479 kHz, 630 metrar.

(info) Nýtt amatörband frá 16.1.2013.

Heimildin nær til nota á tíðnisviðinu 472-479 kHz, 630 metra bandið. Heimildin miðast við 5 wött e.i.r.p. og má bandbreidd merkis vera allt að 1 kHz. Heimildin nær til G-leyfishafa og er á víkjandi grunni, forgangsflokkur 2 í reglugerð.

Á alþjóða tíðniráðstefnunni í Genf, WRC 2012, var samþykkt að veita radíóamatörum heimild fyrir notkun á tíðnisviðsinu 472-479 kHz fyrir starfsemi sína, á víkjandi grunni, og með ákveðnum skilyrðum varðandi sendiafl. Almenna reglan varðandi sendiafl er, að nota megi allt að 1 watt e.i.r.p. Lönd sem eru staðsett, a.m.k. 800 km frá ákveðnum löndum sem talin eru upp í alþjóða radíóreglugerðinni, mega heimila allt að 5 wöll e.i.r.p. sendiafl og hefur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið að veita íslenskum radíóamatörum þá heimild vegna staðsetningar landsins. Sama tíðnisviði, 472-479 kHz, verður útlutað til radíóamatöra um allan heim, á IARU Svæðum 1, 2 og 3 og verður engin skörun á milli svæða. Eldri tímabundin sérheimild til íslenskra leyfishafa í tíðnisviðinu 493-510 kHz féll niður þann 31. desember 2012.

3. Sérheimild á 1850-1900 kHz, inni í 160 metra bandinu.

(info) Tímabundin heimild frá 1.1.-31.12.2016.

Tölvupóstur til ÍRA dags 23.12.2015:

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) heimilar íslenskum radíóáhugamönnum hér með, notkun tíðnisviðsins 1850 – 1900 kHz vegna alþjóðlegra keppna radíóáhugamanna árið 2016. Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur heimild til notkunar nokkurra tíðna á þessu tíðnisviði. Um þessa notkun gilda sömu kröfur og gilda fyrir tíðnisviðið 1810-1850 kHz í reglugerð. Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til PFS á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is eins og síðast.

Alþjóðlegar keppnir sem um ræðir eru :

Alþjóðleg keppni Teg. útg. Dag- og tímasetningar Alls
EUCW 160 m CW 2. janúar kl. 20-23

3. janúar, kl. 4-7

6 klst.

CQ World-Wide 160 m CW 29.-31. janúar, kl. 22-22 48 klst.
ARRL DX CW 20.-21. febrúar, kl. 00-23:59 48 klst.
CQ World-Wide 160 m SSB 26.-28. febrúar, kl. 22-22 48 klst.
ARRL DX SSB 5.-6. mars, kl. 00-23:59 48 klst.
CQ WPX SSB 26.-27. mars, kl. 00-23:59 48 klst.
CQ WPX CW 28.-29. maí, kl. 00-23:59 48 klst.
IARU HF World CW/SSB 9.-10. júlí, kl. 12-12 24 klst.
European HF CW/SSB 6. ágúst, kl. 12-23:59 12 klst.
CQ World-Wide DX SSB 29.-30. október, kl. 00-24 48 klst.
CQ World-Wide DX CW 26.-27. nóvember, kl. 00-24 48 klst.
ARRL 160 m CW 2.-4. desember, kl. 22-16 42 klst.

ath vel hvort útgefið leyfi gildi fyrir þá keppni sem ætlað er að taka þátt í.

4. Sérheimild á 5260-5410 kHz, 60 metrar.

(info) Tímabundin heimild frá 1.1.2015-31.12.2016.

Íslenskir radíóamatörar geta sótt um sérstaka heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar til nota á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz, 60 metra bandið. Heimilaðar mótunaraðferðir eru J3E (USB), A1A (CW) og 6OH0J2B (PSK-31), hámarksbandbreidd er 3 kHz; (b) hámarks leyfilegt útgeislað afl er 100W; (c) Heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, en þá verður að hætta sendingum strax; (d) kallmerki skal notast við upphaf og endi fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir. N-leyfishafar og G-leyfishafar njóta sömu heimilda. Sækja má um heimild til PFS á hrh hjá pfs.is eða pfs hjá pfs.is Samkvæmt ákvörðun PFS þarf að endurnýja fyrri heimildir fyrir nýtt tímabil, 1.1.2015 – 31.12. 2016.

5. Sérheimild á 70.000-70.200 MHz, 4 metrar.

(info) Tímabundin heimild frá 1.1.2015-31.12.2016.

Íslenskir radíóamatörar geta sótt um sérstaka heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar til nota á tíðnisviðinu 70,000-70,200 MHz (á 4 metra bandi). Heimildin miðast mest 16 kHz bandbreidd og er miðað við mest 100 watta útgangsafl á víkjandi grundvelli. N-leyfishafar og G-leyfishafar njóta sömu heimilda. Sækja má um heimild til PFS á hrh hjá pfs.is eða pfs hjá pfs.is Samkvæmt ákvörðun PFS þarf að endurnýja fyrri heimildir fyrir nýtt tímabil, 1.1.2015 -31.12.2016.

(Uppfært: í desember 2015 / TF3JA).

Tíðnisvið og heimildir skv. viðauka með reglugerð.
TíðnisviðForgangurN-LeyfisbréfG-LeyfisbréfHámarks bandbreidd
135,7-137,8 kHz21001 kHz
1.810-1.850 kHz110010006 kHz
1.900-2.000 kHz210106 kHz
3.500-3.800 kHz1100 10006 kHz
7.000-7.200 kHz**1100 10006 kHz
10.100-10.150 kHz2100 10001 kHz
14.000-14.350 kHz1100 10006 kHz
18.068-18.168 kHz1100 10006 kHz
21.000-21.450 kHz1100 10006 kHz
24.890-24.990 kHz1100 10006 kHz
28.000-29.700 kHz1100 100018 kHz
50-52 MHz25010018 kHz
144-146 MHz15050018 kHz
430-440 MHz15050030 kHz
1.240 – 1.300 MHz25010020 kHz
2.300 – 2.450 MHz25010020 kHz
5.650 – 5.850 MHz25010020 MHz
10 – 10,5 GHz250100 50 MHz
24 – 24,05 GHz150100 50 MHz
24,05 – 24,25 GHz250100 50 MHz
47 – 47,2 GHz150100 50 MHz
76 – 77,5 GHz250100100 MHz
77,5 – 78 GHz150100100 MHz
78 – 81 GHz250100100 MHz
122,25 – 123 GHz25010040 MHz
134 – 136 GHz150100100 MHz
136 – 141 GHz250100100 MHz
241 – 248 GHz250100100 MHz
248 – 250 GHz150100100 MHz