(Síða í vinnslu – TF3WZ)

Leiðbeiningar varðandi innsetning efnis á heimasíðu íRA.

Þegar sett er inn efni á heimasíðu ÍRA þarf að hafa nokkra hluti í huga. Þetta hefur sérstaklega með framsetningu að gera en einnig varðveislu efnis.

Fréttir

Haus

Forðast skal að hafa haus of langan.

Texti

Reyna að hafa texta kaflaskiptan.

Myndir

Forðast of margar myndir. 1 til 5 er hæfilegt.

Uppröðun

Myndir/texti. Skoða frétt í vafra til að sjá hvernig uppröðun á efni í kringum t.d. myndir kemur út.

Myndir

Þegar settar eru inn myndir þarf nafngift þarf aðhafa eftirfarandi þætti í huga.

Gerð
  • JPG
  • GIF
  • PNG
Nafnaregla

Þegar myndir eru settar inn í vefkerfi ÍRA þarf að gefa þeim ákveðið nafn.

  1. Dagsetning hvenær myndin er tekin (ef ekki þekkt, þá daginn sem hún er sett inn á vefinn). Dagsetningin er sett afturábak svo röðin sé rétt, dæmi: 20140528 (yyyymmdd).
  2. Stutt lýsing á efni myndarinnar. Athugið að ef hér er um margar myndir að ræða er lýsingin eitthvað sem á við þær allar, t.d. “adalfundur_2017”
  3. Nafn þess sem tekur myndina. Þá annaðhvort skammstöfun nafns eða kallmerki. Dæmi: TF3WZ eða OSS.
  4. Raðnúmer sem samanstendur af 3 númerum. Þetta raðnúmer á við um hverja mynd/myndahóp.

Þegar þessir 4 liðir eru settir saman verður niðurstaðan eftirfarandi, athugið að nota eingöngu stafi úr enska stafrófinu:

  • 20170730-adalfundur2017-tf3wz-001.jpg
  • 20160803-vitahelgi-tf3ja-001
  • 20160803-vitahelgi-tf3ja-002
  • 20160803-vitahelgi-tf3ja-003
  • 20111202-fimmtudagserindi-oss-001
  • 20111202-fimmtudagserindi-oss-002

Tól til að endurnefna skrár má finna hér: http://www.bulkrenameutility.co.uk

Stærð
  • Fréttamyndir skulu ekki stærri en 1920 x 1080 (Full HD).
  • Portret (andlitsmyndir) skulu ekki vera stærri en 1024 x 768 / 768 x 1024.
  • Myndaalbúm geta verið stórar myndir. Þá myndir sem eru ætlaðar til varðveislu.

Tól til að breyta stærð á myndum má finna hér: http://www.bricelam.net/ImageResizer/

Tenglar

Þegar settir eru inn tenglar eða “linkar” á aðrar síður eða á ira.is sjálfa þarf að hafa nokkra hluti í huga.

Tenglar sem vísa á ira.is

Tengill á ira.is á að opnast í sama glugga. Þá eru tengillinn settur inn eins og sést á myndinni hér með, merkt með rauðum örvum. Tengill settur inn, smellt á “insert link” hnappinn þvínæst á “Apply” eða ýtt á “Enter”.

 

Tenglar sem vísa á síður fyrir utan ira.is

Sé tengillinn með vísun á síðu sem er ekki á ira.is viljum við að hann opnist í nýjum glugga, þetta má sjá merkt með grænum örvum. Þá þarf að smell á linkinn aftur, kemur þá upp lítill gluggi sem link og tveimur aðgerðarhnöppum. Annar hnappurinn er mynd af blýant, smellið á blýantinn, þvínæst á tannhjólið eða “Link options” og svo hakar maður í “Open link in a new tap” boxið.