VEL HEPPNUÐ FRÆÐSLUDAGSKRÁ.
Fræðsludagskrá ÍRA vorið 2025 er nú lokið. Alls voru 10 tilgreind erindi í boði, þ.m.t. flóamarkaður og frábært erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL sem bættist við auglýst „prógramm“ sem kynnt var í upphafi starfsársins – sem og 6 fimmtudagsopnanir þar sem í boði var opin málaskrá. Á fjórða hundrað félagsmenn og gestir sóttu þessa viðburði.
Nú tekur við „opið hús“ í Skeljanesi í sumar og hefur þó nokkur fjöldi erlendra leyfishafa m.a. boðað komu sína, að venju. Sérstakar þakkir til þeirra félagsmanna sem fluttu okkur ofangreind erindi og til þeirra félaga sem mættu í Skeljanes. Einnig þakkir góðar til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns, sem hafði veg og vanda af fræðsludagskránni.
Þess má geta, að lokað verður í Skeljanesi fimmtudag 29. maí þar sem þá er uppstigningardagur. Næsta opnun félagsaðstöðunnar verður fimmtudag 4. júní.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!