,

ÚTILEIKARNIR 2024 ERU BYRJAÐIR

TF útileikarnir byrjuðu í dag (3. ágúst) og standa yfir fram á mánudag (5. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 3. ágúst eftir hádegi. Erling Guðnason, TF3E og Jónas Bjarnason, TF3JB voru á hljóðnemanum. Skilyrðin voru ágæt og voru höfð sambönd við stöðvar í öllum landshlutum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB.

Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi tímabil:
Laugardagur: 12-14 og 20:30-22:00
Sunnudagur: 9-11 og 17:30-19
Mánudagur: 10-12

Þessar tíðnir eru gjarnan notaðar á SSB:1845 kHz LSB
3633 kHz LSB, 3640 kHz til vara
5363 kHz USB
7120 kHz LSB

Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar/

Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Tökum þátt í TF útileikunum!

Stjórn ÍRA.

.

TF3IRA í sambandi í TF útileikunum við TF8KY á 60 metra bandi. Erling Guðnason TF3E við hlljóðnemann.
Mathías Hagvaag TF3MH og Erling Guðnason í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Á milli þess sem höfð voru sambönd í TF útileikunum var m.a. rætt um QSL kort. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + nine =