TF5RPD ER VÆNTANLEGUR Í LOFTIÐ.
Endurvarpinn TF5RPD á Vaðlaheiði er væntanlegur í loftið í þessum mánuði (júní).
Benedikt Guðnason, TF3TNT sagði að gerð hafi verið tilraun að tengja nýjan Icom endurvarpa í fjallinu í s.l. viku þegar kom í ljós að loftnetið á staðnum var bilað. Ekki gafst tími til að koma því í lagi og er áformað að gera aðra ferð á fjallið í þessum mánuði (júní) og endurnýja loftnetskapal og loftnetið sjálft, ef þarf. Síðast var skipt um loftnet árið 2012.
Nýr búnaður TF5RPD mun vinna á sömu tíðni og áður, þ.e. 145.625 MHz og verður útbúinn með 88,5 tónaðgangi. Vaðlaheiði er í 550 m hæð yfir sjó.
Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT fyrir dýrmætt framlag.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!