Morse hluti SAC, Scandinavian Activity keppninnar verður um næstu helgi, 17.-18. september. SSB hlutinn verður helgina 8.-9. október.
SAC er 24 tíma keppni frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags.
Norðurlöndin keppa við heiminn og innbyrðis, þess vegna er miklvægt að sem flestar TF stöðvar taki þátt.
http://www.sactest.net/blog/rules/
http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.

uhfvsvhf

KO8SCA, Adrian Ciuperca kom í heimsókn.

15 félagar og tveir gestir, mættu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og ræddu ýmis mál, amatörpróf og amatörleyfið almennt, prófuðu fjarstýringu á ICOM-stöð eins ÍRA-félaga og veltu fyrir sér loftnetunum í Skeljanesi.

ko8sca

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

tf3dx_sota_1sept2016

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar “CQ SOTA” frá Villa, TF3DX/P.

73, Villi 3dx

SOTA ævintýrið á Íslandi hófst um helgina með glæsibrag og eigi þeir TF3EO og TF3EK miklar þakkir fyrir alla undirbúningsvinnuna. Á sunnudeginum fóru TF3GD, TF3DX, TF3EK, TF3EO, TF1INN og TF3WJ á fjöll og virkjuðu nokkra SOTA tinda. Hátt í tug radíóamatöra hafði sambönd við fjallafaranna eins og sjá má á SOTA-vefnum.TF3WJ og TF3EO

SOTA Reflector

 

 

 

 

Í opnu húsi í Skeljanesi s.l. fimmtudag var rætt um að menn myndu mæla sér mót á SOTA tindum í nágrenni Reykjavíkur og taka sambönd með handstöðvum t.d. á 145,5 MHz. Þá var talað um tíma milli 13:00 og 15:00.

Ég held að það væri betra að vera með styttra tímabil því að til að fá stig, þá þarf hver stöð á tindi að ná sambandi við a.m.k. 4 aðrar. Ég efast um að allir nenni að vera tvo klukkuíma á tindinum, því legg ég til að við miðum við tímann frá 13:00 til 14:00.

Það er góð veðurspá, en það er ekki víst að það verði alveg þurrt, hér er textaspá Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en rigning öðru hverju í kvöld og á morgun. Hiti 8 til 14 stig að deginum.

Spá gerð: 03.09.2016 13:09. Gildir til: 05.09.2016 00:00.

Sjá kort á: http://www.sotamaps.org/index.php?smt=TF/SV-041

Meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að virkja tinda eru TF3DX (Hengill), TF3GD (Mosfell) og TF3JA. Því fleiri sem verða QRV á jafnsléttu, því betra.

Svo er að muna að skrá loggana á http://www.sotadata.org.uk/SOTA sunnudaginn 4. sept.

Villi TF3DX var fyrstur til þess að virkja tind samkvæmt SOTA reglunni á Íslandi. Opnað var fyrir SOTA TF 1. september. Villi fór uppá Helgafell sem ber heitið TF/SV-040 í kerfi SOTA. Fyrsta QSOið var við TF3EO kl 17:04. Nokkuð margir hafa náð sambandi við Villa og ef menn eru duglegir við að logga QSOin við hann á vef SOTA ( http://www.sotadata.org.uk/ ) að þá fær hann stig fyrir fyrirhöfnina. Hann þarf að fá 4 staðfest QSO til þess að það hafist. Ferlið við að logga í SOTA kerfið er mjög einfalt og fljótlegt.
Hér er ljósmynd sem Villi tók á tindi Helgafells á opnunardegi SOTA á Íslandi.

Helgafell tf3dx

Ýmislegt var rætt á SOTA-kynningu í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars hvernig hægt væri að tryggja að radíóamatörar færu eftir SOTA-reglum um ferðamáta og búnað amatörsins á fjallstindi. Svarið er einfalt hver og einn á það við sjálfan sig að fara að reglum.

TF3EO verður með kynningu í Skeljanesi í kvöld klukkan átta.

Á miðnætti birtist eftirfarandi skráning á heimasíðu SOTA.

TF Iceland Einar, TF3EK 1. September 2016 7 908

OTA, “summits on the air” eða “fjallstindar í loftinu” hófst 2. mars 2002 eins og lesa má á heimasíðu SOTA.

 

Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

– Íslenskir radíóamatörar í Sjónvarpi Víkurfrétta

Íslenskir radíóamatörar komu saman við Garðskagavita um nýliðna helgi. Heimsókn radíóamatöranna fór ekki framhjá fólki sem sótti Garðskaga heim en tvö risastór loftnet sáust víða að enda annað þeirra svipað Garðskagavita á hæð.

Radíóamatörarnir héldu sérstaka vitahelgi en um helgina var alþjóðleg vitahelgi. Þá koma radíóamatörar saman við vita víðsvegar um heiminn og senda út kallmerki sín. Yfirleitt fara ekki flókin samskipti fram í gegnum talstöðvarnar, heldur gefa menn upp kallmerki sitt og staðsetningar. Þannig voru radíóamatörarnir á Garðskaga í samskiptum við kollega sína víðsvegar um heiminn.

egar Víkurfréttir komu við í búðum talstöðvarfólksins voru þeir m.a. í sambandi við aðila í Norður Kóreu. Þá var einnig verið að nota Mors og var áhugamaður um það í sambandi við aðila í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Þegar nóttin brestur á næst hins vegar Mors-samband víðar.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

 

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

 

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

 

Yaki loftnetið

Yaki loftnetið

 

Vitahelgin er 19. til 21. ágúst.

Línur eru farnar að skýrast fyrir Vitahelgina og líkur á mikilli þátttöku íslenskra radíóamatöra. Eftir því sem best er vitað verða radíóamatörar við þrjá vita, Knarrarós, Garðskaga og Akranes. Upphaflega ætlaði félagið að standa fyrir virkninni á Garðskaga en nú hefur Radíóklúbbur Suðurnesja tekið að sér að sjá um samkomuna og eru allir velkomnir á staðinn. Í fyrirsvari  eru þeir TF8GX og TF8SM. Um leið og fleiri fréttir berast af dagskrá helgarinnar verða upplýsingar þar um settar hér inn.

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2016 og kallmerkið verður TF1IRA. Það var líklega 1998 sem félagar tóku þátt frá vitanum í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri. Vænta þeir að verða með þetta árið auk fleiri. Þar má nefna fremstan í flokki Svan, TF3ABN. Hafi menn áhuga á að vera með og óski frekari upplýsinga skal bent á að hafa samband við Svan.

Garðskagaviti verður á Vitahelginni á kallmerkinu TF8RX og TF3ML ætlar að setja þar upp fjögurra staka yaka fyrir 40 metra bandið. Hefðbundin kjötsúpa verður á hádegi laugardags í boði Gulla, TF8GX og sameiginlegt grill um kvöldið, allir velkomnir. Ýmislegt fleira er í bígerð á Garðskaga um Vitahelgina og verða upplýsingar settar hér inn jafnóðum og það skýrist.

Við Akranesvita ætla nokkrir eldhugar úr röðum radíóamatöra að vera í loftinu og gera tilraunir með ýmsar gerðir loftneta.

Félagið sem slíkt mun ekki um þessa Vitahelgi standa fyrir neinni virkni en félagið á búnað sem stendur félögum til boða.

Borist hefur rafbréf  frá Póst- og fjarskiptastofnun um nýja amatörbandið á 5 MHz.

Vinsamlega athugið að nú eru fallnar úr gildi allar tímabundnar heimildir á 60 metrunum en í staðinn höfum við fengið nýtt tíðniband 5.351,5 – 5.366,5 kHz á víkjandi grunni. Hámarks útgeislað afl er 15 wött e.i.r.p. sem þýðir til dæmis að ef við notum dípól í fullri stærð fyrir loftnet megum við mest vera með um 10 watta sendiafl. Allar venjulegar mótunaraðferðir eru leyfðar innan 3 kHz bandvíddar.

Ágæt umfjöllun um nýtni stuttbylgju bílloftnets er á netinu “Nýtni loftneta” . Gróflega má áætla að mest megi afl frá sendi vera einhversstaðar á milli 50 – 100 wött út í bílloftnet.

Á stjórnarfundi 9. desember tók TF3SG sæti í stjórn sem meðstjórnandi og TF3EK tók við varaformannsembættinu.