Kaffi og kleinur og kannski eitthvað meira.

Ágæti félagi.

Boðað er til aðalfundar sunnudaginn 12. mars 2017, kl. 10.00, í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi með fyrirvara um fundarstað.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt 19. grein félagslaga ÍRA.

Tvær tillögur að lagabreytingum bárust:

  1. Ábending frá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra
  2. Tillaga frá stjórn ÍRA um innheimtu félagsgjalda.

Stjórn ÍRA

Aðalfundarboð 2017

Halldór, TF3GC kom til Íslands með Rannveigu móður sinni á árinu 1945 í stríðslok þá 16 ára gamall. Radíóáhuginn kviknaði hjá Halldóri einhverntíma  á áttunda áratug síðustu aldar og var hann í nokkur ár virkur og þekktur í loftinu á kallmerkinu FR1922. Halldór tók amatörpróf 1980 og valdi sér kallmerkið TF3GC. Halldór var mjög fær á Morse og virkur félagi í ÍRA. Það var sama hvað Halldór tók sér fyrir hendur það lék allt í höndunum á honum.

Halldór spilaði á gítar, málaði og teiknaði myndir eins hér má sjá dæmi um.

Halldór var í mörg ár virkur félagi í björgunarsveit Garðabæjar með sína leitarhunda Cesar og Thor. Hundarnir voru báðir undan Lady, Sheffertík sem kom til landsins á sínu eigin vegabréfi með mynd uppúr 1980. Halldór flutti með sína stóru fjölskyldu á Móaflöt í Garðabæ um svipað leyti og hann tók amatörprófið. Þar setti hann upp 12 metra hátt mastur og stórt loftnet, loftnetsgreiðu fyrir stuttbylgju sem ekki fór fram hjá neinum og oftlega kom fyrir að erlendir ferðamenn bönkuðu uppá til að forvitnast um hvað þetta undarlega mannvirki eiginlega væri.

Góður náinn vinur Halldórs segir á fésbók, “Halldór, eða “Gammel Carlsberg” eins og hann kallaði sig oft, var mjög virkur á sínum tíma með góð loftnet í Garðabænum. Þá tók hann virkan þátt í félaginu og var tilbúinn “til að halda í spotta” eins og hann kallaði það, þegar framkvæmdir voru í gangi. Sjálfur minnist ég góðra stunda sem við áttum saman, og þakka samfylgdina. 73 Sæli TF3AO”

Nýir radíóvitar á 6 og 4 metrum, verkefnið kynnt á Grand hótel á fimmtudag.

Enn einu sinni ætlar Óli, TF3ML að leggja samfélagi radíóáhugamanna lið og leggur nú til tvo radíóvita sem settir verða upp í nágrenni Reykjavíkur. Annar sendir út á 4 m bandinu en hinn á 6 m bandinu. Kærar þakkir Óli.

Næstkomandi fimmtudagskvöld 16/2 verða Óli, TF3ML og Bo, OZ2M með kynningu á verkefninu. Sendarnir tveir verða til sýnis og skoðunar á kynningunni sem hefst kl. 19:00. Þeir félagar munu kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.

Kynningin verður á Grand hóteli kl. 19 á 13. hæð í sal sem heitir Útgarður. Léttar veitingar í boði TF3ML.

Fjölmennum og fögnum þessu frábæra framtaki. Munið kl. 19:00

ÍRA ætlar að hafa lokað í félagsheimilinu þetta kvöld en hvetur félagsmenn til að mæta á Grand hótel.

stjórn ÍRA

Nokkrir eðal hexarar hittust í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ í gær á laugardegi og settu saman loftnet.Georg TF3LL sagðist svo frá: Þetta tók lengri tíma en ég ætlaði í upphafi. Ætlaði bara að skjótast á milli mjalta en tímanum var vel varið í góðra vina hópi. Það tók smá tíma að koma upp loftnetinu hans TF3IG með stöng alles en eftir prufur með Icom 7100 verður ekki annað séð en að loftnetið virki vel. Sem fyrr segir fínn dagur og mikið uppskorið. Takk fyrir þetta.
73 Georg. 

Kaffi, kleinur, skemmtilegt fólk og fjörugar umræður.

IEEE 802 Standards

Opið verður í kvöld í Skeljanesi 20 – 22 og ágætt tækifæri til að hefja umræðu um vorverkin og undirbúning að aðalfundi sem halda á á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. mars samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á aðalfundi ÍRA í fyrra.

Tillaga hefur komið fram um að ÍRA taki þátt í RTTY keppni um aðra helgi og hér með eru félagar sem áhuga hafa á að vera með hvattir til að hafa samband við stjórn ÍRA.

11.-12. febrúar Laugardagur 0000 – Sunnudagur 2359
CQ World Wide WPX RTTY keppnin
RTTY keppnisreglur

SteppIR-greiðan þarfnast viðgerðar og fleiri verkefni bíða betra veðurs. Einn valkostur væri reyndar að selja SteppIR greiðuna í því ástandi sem hún er í dag, koparþynnan í einum af þremur miðeiningum loftnetsins er skemmd. Einn amatör hefur sýnt áhuga á að kaupa loftnetið og ef fleiri hafa áhuga á kaupum eða vilja hafa skoðun þá gefum við vikufrest og stjórnin mun taka ákvörðun um sölu eða viðgerð eftir viku.

fh. stjórnar 73 de TF3JA

Krækja á hugbúnað fyrir stafræna mótunarhætti og fleira.

SteppIR greiða félagsins þarfnast viðgerðar en hér eru myndir sem sýna félagsmenn vinna að samsetningu loftnetsins fyrir tíu árum.

Truflunum í radíókerfum heldur áfram að fjölga. Geta haft alvarlegar afleiðingar.

26. janúar 2017

Truflunum í almennum radíókerfum hefur fjölgað mjög hér á landi en slíkar truflanir geta haft alvarlegar afleiðingar, jafnvel gert hluta farneta ónothæf og haft áhrif á stóran hóp notenda. Ef um útbreidda truflun er að ræða getur hún haft áhrif á tugi eða hundruð notenda. Póst- og fjarskiptastofnun vaktar slíkar truflanir og grípur til aðgerða þegar þörf er á.

Radíókerfi eru undirstaða samskipta í nútíma samfélagi og við tökum það sem sjálfsagðan hlut að kerfin virki. Þau eru ekki eingöngu notuð í samskiptum milli manna heldur ekki síður í ýmsum samskiptakerfum sem stjórna búnaði, s.s. við flugumsjón, vöktun, boðun (t.d. í heilbrigðisþjónustu og í náttúruvá) og í framleiðslufyrirtækjum (iðnstýringar sem nota radíó). Truflanir í slíku umhverfi geta valdið hættuástandi eða fjártjóni. Það getur því valdið verulegum óþægindum og jafnvel hættu ef ekki er brugðist við truflunum í tæka tíð.

Fjölgun truflana hefur verið það mikil á undanförnum árum að þrátt fyrir að mannafli og tækjabúnaður í truflanavakt PFS hafi verið aukinn umtalsvert getur stofnunin ekki sinnt viðbrögðum við radíótruflunum að fullu og neyðist til að forgangsraða tilkynningum vegna truflana með tilliti til mikilvægis þeirra kerfa sem fyrir truflun verða. Öryggiskerfi, s.s. vegna flugs, eru t.d. alltaf í forgangi.

Þessi skortur á mannafla og tækjum gerir stofnuninni erfitt fyrir að sinna truflunum utan höfuðborgarsvæðisins og umfangsmiklum truflunum sem hafa áhrif á marga er frekar sinnt en þar sem færri notendur verða fyrir áhrifum. T.d. getur truflun úti á landi þurft að bíða í talsverðan tíma ef hún telst ekki í forgangsflokki, þar sem starfsmenn komast ekki til að sinna henni vegna anna. Nokkur verkefni af þessu tagi voru í bið um nýliðin áramót, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Alls var tilkynnt um 89 fjarskiptatruflanir á árinu 2016  og á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig þær skiptust eftir því hvar þær komu fram.  Eins og sjá má voru þær langflestar í farsímanetum, eða 69%.

Skífurit yfir truflanir 2016. Farsímakerfi 69%, talstöðvarásir 9%, hljóðvarp (FM) 8%, sjónvarp 6%, leiðsögukerfi eða samskipti tengd flugrekstri 3%, Wifi/opin svið 3%, fastasambönd 1%, önnur fjarskipti 1%.

Annað flöskuskeytið sem Ævar vísindamaður stóð fyrir, bottlegram, fundið á skoskri eyju, Tiree = Kornland.

Flöskuskeyti

YHDX 80m