Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.

Myndin er tekin í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Mathías Hagvaag QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau. Ljósmynd: TF3JB.

Áramótaútsending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2019. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofnana landsfélaga radíóamatörfélaga um allan heim.

Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2018/19 er fimmtudagskvöldið 3. janúar 2019. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar í janúar.

Reykjavík 29. desember 2018.

Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 27. desember 2018.

Húsið verður næst opið fimmtudaginn 3. janúar 2019 kl. 20-22.

Jóla- og áramótaóskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra.

Stjórn ÍRA.

 

 

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2019.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Jólakaffi ÍRA 2018 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 20. desember og var það síðasta opnunarkvöld í Skeljanesi á þessu ári.

Í boði voru rjómatertur frá Reyni bakara, stundum kenndar við Hressingarskálann í Reykjavík (Hressó) og af dönskum uppruna. Síðan voru flatkökur frá Kökugerð HP á Selfossi með taðreyktu hangiáleggi frá Kjarnafæði á Svalbarðseyri, brúnar og hvítar lagkökur og jóla hringkökur frá Brauðgerð Kr. Jónssonar í Hrísalundi á Akureyri. Loks voru jólapiparkökur frá Kexverksmiðjunni Frón í Reykjavík.

Kvöldið heppnaðist vel. Alls mættu 24 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta friðsæla fimmtudagskvöld í Reykjavík.

Jólakaffi ÍRA í Skeljanesi 20. desember. Jón G. Guðmundsson TF3LM velur veitingar.

Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.

Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.

Sigmundur Karlsson TF3VE, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Þórður Adolfsson TF3DT.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Jón Björnsson TF3PW.

Guttormur Guðmundsson VE8TF og Guðmundur Sigurðsson TF3GS.

Georg Kulp TF3GZ, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Guttormur Guðmundsson VE8TF (snýr baki í myndavél), Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Björnsson TF3PW.

Jón Björnsson TF3PW, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón Svavarsson TF3JON og Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY

Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Óskar Sverrisson TF3DC.

Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN skoðar ICOM ID-31E handstöð Guðmundar TF3AK.

Ljósmyndir: TF3JB.

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er jólakaffi félagsins sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. desember.

Veglegar kaffiveitingar. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju.

Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Líkt og fram kom í lok APRS erindis Guðmundur Sigurðssonar TF3GS, s.l. fimmtudagskvöld, bauðst Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A til að lána strax, búnað til að gera félagsstöðina QRV á APRS.

Og í dag, laugardaginn 15. desember varð sambyggð stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) QRV frá fjarskiptaaðstöðu ÍRA kl. 15:10.

Búnaður er af gerðinni GW-1000 APRS Total Solution frá CG-Antenna og sendi-/móttökustöð er Icom IC-208H; sendiafl, 15W. Loftnet er J-póll, smíðaður af Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS. Kerfið hefur verið prófað og vinnur vel. Kallmerki er TF3IRA-1Ø.

Dagurinn var jafnframt notaður til að endurnýja húsfestingu fyrir Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA, sem sett var upp 29. september s.l. – en ekki vannst tími til að endurnýja þá. Georg Kulp TF3GZ gaf félaginu nýja öfluga festingu og gekk frá uppsetningu.

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF3A, Guðmundi Sigurðssyni TF3GS og Georg Kulp TF3GZ fyrir verðmætt framlag þeirra í efni og vinnu þennan frábæra laugardag.

Aðrir á staðnum: Jónas Bjarnason TF3JB og Mathías Hagvaag TF3MH.

Guðmundur TF3GS og Ari Þórólfur TF1A tengja nýja APRS búnaðinn í fjarskiptaaðstöðunni í Skeljanesi.

Allt á fullu í fjarskiptaherberginu. Guðmundur TF3GS, Georg TF3GZ og Mathías TF3MH skrúfa sundur Diamond loftnetið. Á meðan uppfærir Ari Þórólfur TF1A APRS hugbúnaðinn.

Georg TF3GZ og Mathías TF3MH skrúfa aftur saman Diamond loftnetið eftir skoðun. Niðurstaða: Loftnetið er í góðu lagi.

Diamond loftnetið komið upp á nýja festingu og TF3IRA QRV á VHF/UHF. Loftnetið hægra megin er J-póllinn sem notast fyrir APRS stafvarpann.

Verkefninu lokið. APRS búnaðurinn er staðsettur vinstra megin á borðinu, til hliðar við Yaesu FT-7900 VHF/UHF stöð félagsins.

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 13. desember og flutti erindi um APRS skilaboða- og ferilvöktunarkerfið (e. Automatic Packet Reporting System).

Hann sagði okkur á lifandi hátt frá APRS sem var fundið var upp og þróað af bandarískum radíóamatör, Robert E. Bruinga WB4APR sem smíðaði og gangsetti fyrsta APRS kerfið fyrir 36 árum (1982), með því að notast við Apple II heimilistölvu.

APRS náði þó fyrst útbreiðslu og vinsældum um áratug síðar (1992) þegar GPS varð aðgengilegt (vegna kostnaðar). Síðastliðinn aldarfjórðung hefur APRS verið stöðugt í þróun og er í dag m.a. grundvöllur staðarákvörðunarkerfa í flugi og á sjó um allan heim.

Guðmundur lýsti vel uppbyggingu APRS sem ferilvöktunarkerfis fyrir radíóamatöra og hvernig t.d. má líka senda stutt textaskilaboð í samskiptum, án aðkomu tölvu. Kerfið er ekki dýrt í uppsetningu og sú reynsla sem íslenskir radíóamatörar hafa aflað nú í meir en áratug sýnir, að koma má upp samtengdu kerfi stafvarpa (e. digipeters) sem veita vöktun á stór-Reykjavíkursvæðinu (og víðar) – allt eftir fjölda stafvarpa og staðsetningu þeirra, en kerfið vinnur á 144.800 MHz í metrabylgjusviði.

Guðmundur svaraði fjölmögum spurningum og eftir kaffihlé sýndi hann búnað sem þarf til uppsetningar á APRS. Hann hlaut að lokum gott klapp fyrir fróðlegt og skemmtilega flutt erindi. Umræður héldu síðan áfram fram undir kl. 23. Alls mættu 24 félagar í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

P.s. APRS var fyrst sett upp í Skeljanesi árið 2011, en hefur ekki verið í rekstri í nokkur ár. Fram kom í lok fundar, að TF1A og TF3JB munu lána félaginu búnað svo gangsetja megi APRS á ný frá Skeljanesi.

Guðmundur Sigurðsson TF3GS flutti erindi um APRS í Skeljanesi 13. nóvember.

Salurinn var þétt setinn. Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Georg Kulp TF3GZ, Einar Kjartansson TF3EK, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DT, Mathías Hagvaag TF3MH og Georg Magnússon TF2LL.

Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Adolfsson TF3DT. Næst myndavél: Georg Magnússon TF2LL.

Frá vinstri: Árni Þór Ómarsson TF3CE, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Ágúst H. Bjanason T3OM og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.

Að lokum sýndi Guðmundur helstu APRS heimasíðurnar og þann búnað sem til þarf.

Ljósmyndir: TF3JB.

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. desember kl. 20:30. Þá mætir Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, í Skeljanes með erindi um APRS. APRS er skammstöfun fyrir „Automatic Packet Reporting System“ og hefur verið þýtt sem skilaboða- og ferilvöktunarkerfi.

Aðstaða fyrir sambyggða stafvarpa- og internetgátt fyrir APRS var fyrst útbúin í Skeljanesi 7. apríl 2011 með uppsetningu stafvarpans (e. digipeter) TF3RPG. Fyrsti stafavarpinn hafði verið settur upp í Reykjavík sumarið 2010 með kallmerkið TF3RPF. Vinnutíðni fyrir APRS er á 144.800 MHz.

Guðmundur mun útskýra APRS kerfið, núverandi stöðu þess og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu hér á landi.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

TF3RPG í Skeljanesi var uppfærður í mars 2013 og kallmerki m.a. breytt í TF3APG. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Ljósmynd: TF3JB.

Íslenska kortastofan sendir árlega QSL kort félagsmanna til systurstofnana ÍRA í yfir 90 þjóðlöndum. Ljósmynd: TF3MH.

Áramótaútsending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2019. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofnana landsfélaga radíóamatörfélaga um allan heim.

Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2018/2019 er fimmtudagskvöldið 3. janúar 2019. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar í janúar.

Reykjavík 8. desember 2018,

Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 6. desember með erindið „6 metrar á sterum – árið 2018 gert upp“.

Ólafur flutti skemmtilegt, afar fróðlegt og myndrænt erindi um stórverkefni sumarsins sem var uppsetning stærsta 50 MHz loftnets hér á landi hingað til, þ.e. 24 elementa – fjögurra samfasaðra 6 elementa einsbands Yagi loftneta.

Hann lýsti vel þeirri gríðarmiklu vinnu sem fylgdi verkefninu á Eyrarbakka sem upphaflega átti að taka nokkra daga, en endaði með að taka heilan mánuð með daglegri viðveru. Hvorutveggja var, að loftnetin sem keypt voru erlendis frá stóðust ekki gæði, auk þess sem umbúnaðurinn kallaði á næstum stöðuga endurhönnun á staðnum. Þá gerði mikið rigningarsumar verkefnið ekki auðveldara.

Ólafur þakkaði Baldvin Þórarinssyni TF3-033 ómetanlega aðstoð við verkefnið og sagði að oft þegar hann hafi verið við það að gefast upp hafi Baldi rekið þá áfram.

Ólafur lýsti síðan ævintýralegum árangri í DX á 6 metrunum þegar „loftnetavirkið“ var tilbúið og farið að virka. Útgeislunin var það þröng, að hann gat hann nánast beint merkinu niður á einstakar sýslur í Japan og sýndi m.a. skjámyndir af merkjarunu japanskra FT8 merkja á bandinu. Hann lýsti einnig vel daglegum opnunum á Bandaríkin (og víðar um heim).

Ólafur sýndi félagsmönnum hvað er mögulegt að gera í DX á 50 MHz með djörfung, áræðni og stórhug í loftnetamálum með „loftnetavirki“ sem gefur 24 dBi ávinning í 20 metra hæð yfir jörðu.

Hann leysti greiðlega úr fjölda fyrirspurna og var að lokum þakkað fróðlegt og vel heppnað erindi með lófaklappi. Alls mættu 32 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Þess má geta, að Ólafur vígði nýja aðstöðu félagsins fyrir erindisflutning í fundarsal í Skeljanesi sem m.a. er búin 250 sentímetra breiðu sýningartjaldi.

Skeljanesi 6. desember. Ólafur B. ÓLafsson TF3ML gerir upp árið á 50 MHz.

Með breytingum í fundarsal fer betur um gesti. Frá vinstri, Njáll H. HIlmarsson TF3NH, Jón Björnsson TF3PW, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Anna Henriksdóttir TF3VB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.

Hluti fundargesta. Aftast frá vinstri: Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Þórður Adolfsson TF3DT, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Mathías Hagvaag TF3MH, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Valgeir Pétursson TF3VP, Einar Kjartansson TF3EK, Sigmundur Karlsson TF3VE, Anna Henriksdóttir TF3VB, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Ársæll Óskarsson TF3AO, Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF3WIN og Yngvi Harðarson TF3Y. Ljósmyndir: TF3JB.

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 6. desember kl. 20:30. Þá mætir Ólafur B. Ólafsson, TF3ML í Skeljanes með erindið „6 metrar á sterum – árið 2018 gert upp“.

Sumarið 2018 var viðburðarríkt hjá Ólafi, en þá reisti hann m.a. stærsta 50 MHz loftnet sem sést hefur hér á landi – staðsett hjá færanlegu „fjarskiptavirki“ hans á Eyrarbakka. Hann setti upp 24 element á bandinu, þ.e. fjögur 6 elementa einbands Yagi loftnet, fest á öflugan heimasmíðaðan „H-ramma“ og fösuð saman.

Ávinningur var mikill, eða 24 dBi og hæð frá jörðu 20 metrar í miðju H-rammans. Þess má geta, að „loftnetavirkið“ var reist aðeins örfáa metra frá Atlantshafinu á Bakkanum. Ólafur kemur og segir okkur frá þessu spennandi ævintýri og mörgum fleirum.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

Ólafur B. Ólafsson TF3ML í fjarskiptabifreiðinni sumarið 2018. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Fjarskiptaaðstaðan á Eyrarbakka sumarið 2018. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Mynd af “loftnetavirkinu” á 50 MHz. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.