,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 26. september.

Erlendir gestir okkar voru Patrick, NK7C og XYL Cyndi, N7NND ásamt tveimur barnabörnum. Þau eru búsett í Monroe í Utah og eru hér á stuttu ferðalagi. Þau voru mjög hrifin af aðstöðu félagsins og fannst mikið til koma með fjarskiptaaðstöðu TF3IRA. Pat hafði nokkur sambönd frá félagsstöðinni til Evrópu þar sem ekki voru skilyrði heim til Utah.

Mikið var rætt um fjarskiptin og skilyrðin á böndunum og tæki og búnað, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina og FlexRadio 8000 línuna. Ennfremur var rædd dreifing merkja á VHF og UHF tíðnisviðum innanlands og sú hugmynd kom fram, að áhugavert gæti verið að safna slíkum upplýsingum saman á einn stað.

Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK sýndi okkur nýja Yaesu FT-500DE VHF/UHF 2M/70CM bílstöð sem hann kom með á staðinn. Lárus Baldursson, TF3LB kom með radíódót. Bestu þakkir til Lárusar fyrir velvild í garð félagsins.

Alls mættu 18 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Gísli Guðnason TF3MH, Einar Kjartansson TF3EK, Sigmundur Karlsson TF3VE, Benedikt Sveinsson TF3T og Jón Björnsson TF3PW (bak í myndavél).
Barnabörnin tvö, Cyndi M. Hess N7NND, Patrick G. Hess NK7C og Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA.
Andrés Þórarinsson TF1AM, Lárus Baldursson TF3LB, barnabarn, Cyndi N7NND, barnabarn og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY.
Pat NK7C sagðist kunna vel við sig í stólum fyrir framan Icom IC-7610 stöðina en hann á einmitt eina slíka heima í Utah.
Pier Albert Kaspersma TF3PKN forritar nýju Yaesu FT-500DE VHF/UHF stöðina fyrir Guðmund Birgi Pálsson TF3AK
Lárus Baldursson TF3LB kom færandi hendi með radíódót í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld. Sjá hægra megin á myndinni. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + 14 =