OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 12. SEPT.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. september. Sérstakur erlendur gestur okkar var Tim Price, G4YBU frá Epson í Surrey á Englandi. Tim er CW maður og hefur einnig ánægju af SOTA vinnu. Hann var yfir sig hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi.
Annar gestur okkar var Sverrir Sighvatsson, TF2HC sem kom í fylgd afastráks. Einar Sandoz, TF3ES tók að sér að „prógrammera“ nýja VHF/UHF stöð sem hann kom með á staðinn. Einnig hjálpaði Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID með stillingar á rafmagnsmorslykli sem hann var í vandræðum með.
Einn gestur til viðbótar var Guðjón Gíslason, sem mætti til að kynna sér áhugamálið og verður hann sá 21. sem er skráður á námskeiðið. Guðjón er vélstjóri að mennt. Loks mætti Lárus Baldursson, TF3LB með mikið af dóti, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég ætla koma með fullt af gömlum amatöra bókum og talstöðvum ef einhver nýliði hefur áhuga á gömlu dóti 🙂“.
Alls mættu 24 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri og 6°C í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!