NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ.
Námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur til 29. október n.k. Alls eru 19 þátttakendur skráðir, auk 4 sem eru skráðir í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður 2. nóvember n.k.
Eftir setningu tók Hörður Mar Tómasson, TF3HM við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani.
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!