Hér að  neðan er félagsmerki ÍRA  í þremur útgáfum aðgengilegt fyrir félagsmenn til afnota.

Um er að ræða hefðbundna merkið, svart á hvítum grunni, þá er sama merki í negatífri útgáfu og loks hefðbundna merkið í bláum lit.

Nokkrar skráargerðir eru í boði og fer það eftir því til hvers á að nota þær hvað hentar.

Fyrir prentun eru vigur-gerðirnar (e. vector) heppilegar, þá skiptir ekki máli hve merkið er stórt, það verður alltaf jafn skarpt. Hér að neðan eru fjórar slíkar útgáfur.

Ef smellt er á táknið með skjalasniðinu hleðst ZIP safn með öllum þremur gerðum merkisins á því sniði.

Adobe Illustrator snið (.ai)„Scalable Vector Graphic“ snið (.svg)Adobe Acrobat snið (pdf)PostScript snið (.eps)

Fyrir vefsíður og tölvunot eru svo punktagerðir, þær má ekki stækka um of því þá verða brúnir og jaðrar óskarpir, eða loðnir. Tvær slíkar utgáfur eru hér að neðan. Ath. til að hlaða merkinu niður sem skjali þarf að ‘hægri smella’ með músinni á slóðina fyrir neðan myndina og velja að hlaða skjalinu niður (e. Save Link As) í stað þess að smella beint á myndina.

JPG útgáfaJPG útgáfaJPG útgáfa
PNG útgáfaPNG útgáfaPNG útgáfa