Fundargerðir ÍRA

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavíkur, 22. maí 2015.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:40.

Mættir voru 24 eða liðlega 12% af félagsmanna, sjá nánar gestabók fundarins.

Fundarritari: TF3AM með aðstoð TF3SG.

Gengið var til dagskrár skv. fyrirliggjandi dagskrá með 14 tölusettum liðum sem fóru þannig fram:

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundarsetning kl 1305

2. Fundarstjóri kosinn.

Fundarstjóri var kosinn Kristinn Andersen, TF3KX. Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók síðan við fundarstjórn er Kristinn þurfti að víkja af fundi.

3. Fundarritari

Fundarritari; Andrés TF3AM tók að sér fundarritun.

4. Umboð

Engin athugasemd var gerð við umboð.

5. Fundargerð síðasta aðalfundar

Engin athugasemd var við fundargerð síðasta aðalfundar

6. Skýrsla formans

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason TF2JB, flutti skýrslu stjórnar, alls 68 bls. að stærð með viðaukum.  Félagar eru nú 204 sem er met.  Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

  1. a) Vilhjálmur TF3VS tók að sér að þýða á íslensku ritið sem kallað er Siðfræði og Samskiptasiðir radíóamatöra, alls um 70 bls í A4 broti, og ÍRA gaf út. TF3VS fékk þakklæti fundarmanna.
  2. b) Námskeið til amatörprófs var haldið sl haust, Hrafnkell TF3HR var skólastjóri, námskeiðið var vel skipulagt og tókst afar vel, þátttakendur voru 24, nokkrir félagsmanna önnuðust kennslu auk Hrafnkels, próf voru haldin 23. janúar og 10. apríl (fyrir björgunarsveitarfólk sem fór til björgunarstarfa til Haiti og missti því af prófinu í janúar). Í fyrra prófinu náðu 19 af 21 til N eða G leyfis og í síðara prófinu náðu 7 af 9 til N eða G leyfis.
  3. c) Félagsaðstaðan var tekin í gegn, sérstaklega radíóherbergið á efri hæðinni, þar var Sveinn Bragi TF3SNN í fararbroddi en vinnan tók 2 mánuði, aðstaðan er nú sérlega glæsilegt og virkar vel.
  4. d) Kristni TF3KX var þökkur ritstjórn CQ-TF ritsins sem hefur verið einstaklega læsilegt.
  5. e) Formaðurinn vildi koma á framfæri að hann hefði verið viðstaddur framkvæmd amatörprófsins sem haldið var 23. janúar, og að öll framkvæmd prófsins hefði verið prófanefnd til mikils sóma sem og félaginu.
  6. f) Brynjólfur TF5B hefur skannað inn öll tölublöð CQ-TF frá 1964 og gefið út, blöðin eru í tölvutæku sniði og hægt að framkvæma leit í þeim.
  7. g) Formaður vildi koma á framfæri þakklæti sínu til félagsmanna fyrir að taka vel í málaleitan formans þegar á þurfti að halda.
  8. h) Tvö ný amatörbönd hafa bætst við, þ.e. 500kHz og 70MHz, auk þess sem heimild er að nota 1850-1900kHz í keppnum.
7. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu sína

TF5B, hann annast heiðursskjöl: Útgefin heiðustskjöl (diploma) eru 15 – 20 á ári, og telja nokkur hundruð frá upphafi vega, vinsælast er Worked all Nordic Countries.

TF3JA er neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í tveimur alheimsæfingum, hann hefur trú á að ísl amatörar yrðu fljótir að skipuleggja sig ef á þyrfti að halda.

TF3DX fyrir hönd prófanefndar:  Starfið hafi verið hefðbundið á starfsárinu, ekkert próf haldið 2009 en tvö próf 2010, svo sýndi hann töflu yfir árangur í prófum sl 14 ár, þar kom fram að alls hafa 187 tekið próf á þessum tíma og þar af 166 náð G eða N prófi.

-Fyrirspurn: Hversu margir komust í loftið?

-Svar: Það er þröskuldur að komast í loftið, það væri gott að geta fylgst með nýliðum og aðstoðað þá.

TF3KB sem annast alþjóðasamskipti:  IARU er í 3 deildum, fundur í hverri deild er á 3ja ára fresti og fundir deilda skarast, starf nefndanna mjög mikilvægt í því að tryggja tíðnisviðin gegn öðrum áhugasömum.  Amatörar eru virtir í þessu sambandi og má þar nefna EU og USA, en stjórnsýslunni á Íslandi lætur sér fátt finnast um ísl radíóamatöra.  Starf IARU hefur skilað nýju böndunum á 500kHz og 70Mhz.

-Fyrirspurn: Hvað tekur langan tíma fyrir nýju böndin að festast í sessi, leyfin eru til ársloka 2010?

-Svar: Undirbúningstími hefur verið 10 ár, þegar böndin eru komin inn í alþjóðareglugerð eru þau orðin föst.

-Fyrirspurn TF3VS: Er hætta á að böndin verði tekin af okkur?

-Svar: Hættan var meiri á árum áður þegar fyrirtæki og stofnanir höfðu meiri áhuga á stuttbylgju en nú er.

-Fyrirspurn TF3T: Er ekki mikilvægt að nota þessi nýju bönd?

-Svar: Use them or loose them, það er mikilvægt að ísl amatörar fari í loftið á þessum nýju böndum.

-Fyrirspurn TF3EE:  Er ekki enn meiri ásókn í GHz bönd amatöra?

-Svar: Ekki gott að segja, fyrirtæki greiða umtalsverðar upphæðir fyrir sín réttindi en ITU úthlutar réttindum án kostnaðar til amatörþjónustunnar sem getur verið sjálfsnám og samfélagsþjónusta.

-Upplýsing TF3VS:  Það er stundum öfundast yfir réttindum radíóamatöra en í raun geta þeir lítið gert sem gagn er að.

-Upplýsing TF2LL:  Í S-Afríku spila radíóamatörar tónlist og reka útvarpsstöðvar á 80m.

-Fyrirspurn TF3T:  Hvað má hámarksafl vera?

-Svar: ITU er ekki með ákvæði um hámarksafl.

8. Gjaldkeri TF3EE lagði fram ársreikning félagsins og kynnti þá.

-Umræður urðu um fánasjóð þar sem 90þkr liggja, etv má láta þessa peninga liggja á öðrum reikningi.

-Fyrirspurn:  Í hvaða mynt er gjald til IARU greitt?

-Svar:  Í EUR.

Fyrirspurn TF3JA:  Hvað á félagið í peningum?

-Svar: 897þ á banka og 99þ í verðbréfum.

Ársreikningurinn var lagður fram og samþykktur samhljóða.  Sveinn Guðmundsson TF3T tók sérstaklega fram að hann hefði enga athugasemd við ársreikning að þessu sinni, sem væri í fyrsta sinn síðan hann hóf að sækja aðalfundi íRA.

9. Lagabreyting

Lagabreytingar, sjá fylgiskjöl með fundargögnum.  Rökstuðningur kom frá formanni um að þessi breyting væri nauðsynleg til að lögin væru skv. landslögum.  Samþykkt samhljóða.

10. Stjórnarkjör

– Formaður:  Jónas Bjarnason TF2JB kjörinn til eins árs.

-Tveir gengu úr stjórn; Guðmundur Löve TF3GL og Guðmundur Sveinsson TF3SG.

-Gísli Ófeigsson TF3G og Sæmundur Þorsteinsson TF3UA voru kjörnir til næstu 2ja ára.

-Tveir varamenn, fyrri varamenn Jón Ingvar Óskarsson TF1JI og Kjartan Bjarnason TF3BJ voru kjörnir til næsta árs.

Halldór Christensen TF3GC stóð upp og óskaði nýrri stjórn farsældar

11. Kaffihlé

Yngvi TF3Y stóð fyrir smá leik, þar sem hann spilaði hljóðupptökur úr keppnum, fyrst á tali og síðan á morsi, þetta var bísna erfitt, fundarmenn einbeittu sér margir og skiluðu inn blöðum sínum, sjá niðurstöðu hér aftar.

12. Skoðunarmenn kjörnir

Skoðunarmenn kjörnir, fyrri skoðunarmenn Haukur Konráðsson TF3HK og Óskar Sverrisson TF3DC endurkjörnir, varamaður endurkjörinn TF3VS.

13. Árgjald

Árgjald var ákveðið óbreytt, 4þkr.

14. Önnur mál

-Nefnd um endurúthlutun kallmerkja, sem snýst um hvort eða hvenær megi endurúthluta kallmerkjum.  Í nefndina voru á sínum tíma skipaðir TF3JA, TF5B, TF3HP og TF3KX.  Einungis einn fundur var haldinn.  Kallmerkjanefndin er ekki samhljóða, TF3JA kynnti skoðun meirihlutans þess efnis að engin ástæða væri til að endurúthluta kallmerkjum yfirleitt.  TF5B var með greinargerð þar sem gerð var grein fyrir aðferðarfræðinni við endurúthlutun kallmerkja.  Stefndi í nokkrar umræður um þetta viðkvæma mál.  Að tillögu TF3VS var málinu vísað til stjórnar.

-Formaður TF2JB nefndi að hann hefði gefið út fréttabréf til stjórnarmanna sl ár, alls 49 bréf, sem hann afhenti í möppu.

– TF2WIN tók til máls, lýsti yfir ánægju sinni með starfið í félaginu, með nýja félagsfánann sem stóð á hárri stöng við ræðupúltið, og með félagsblaðið CQ-TF.  Hann nefndi að aska á gossvæðinu um Eyjafjallajökil hefði ekki truflað VHF talsamband, né Tetra, né HF.  Etv væri mest hættan af eldingum, og af öskunni sem smígur í allan búnað.

-TF3Y kynnti niðurstöðu úr kaffihléskeppninni um kallmerkjum frá keppnum, bæði á morsi og tali.  Best stóð sig ástsæll formaður vor, TF2JB en aðrir sem á blað komust voru TF3T, TF3UA og TF3JA.

-TF3SG þakkaði samstarfið með fyrri stjórn og vill koma á framfæri að starfið hafi verið mjög skemmtilegt.  Hann sé þó ekki farinn því hann taki við bíróinu.

-TF3UA um áhrif eldgosa: Félagi nokkur tók upp farsíma sinn á Fimmvörðuhálsi til að taka ljósmynd, vegna rakans í símanum og frostsins, þá fraus síminn að innan og varð ónýtur.

-TF3JA:  Fjarskiptafyrirtæki velta því fyrir sér hvaða áhrif eldfjallaaskan geti haft á fjarskipti.

-TF3T:  Ég er sérlega ánægður með skýrslu formanns sem fylgdi fundargögnum, alls 68 bls í A4 broti, læsileg með fjölda góðra ljósmynda; tóku margir undir þau orð.

-TF3SG:  Nýr ársreikningur er að þessu sinni betur settur fram og skilmerkilegri en áður hefur verið, það er samstarf stjórnar og skoðunnarmanna.

-TF3KB:  Þakkir til formanns og stjórnar fyrir ársskýrsluna og gott og farsælt starf.

-TF2JB:  Formaður þakkar fyrir sig, og þakkar félögum fyrir þáttöku í starfi félagsins, sendir fráfarandi stjórnarmönnum góðar kveðjur og býður nýja stjórnarmenn velkomna.

-Fundarstjóri TF5B:  Þakkar stjórn frábær störf og vill sérstaklega nefna einstaka fróðlega ársskýrslu svo og ágætan ársreikning.

Fleira var ekki gert.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20100522-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

 

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.05.08 kl 12.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL og TF1JI boðuðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 12:05 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 9/2010 (frá 30. mars 2010) var lagt fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

  1. Lagt fram erindi til umsagnar frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 29. f.m. er varðar umsókn Claudio Corcione um íslenskt kallmerki. Hann hefur kallmerkið KJ4MLX og er handhafi “General” leyfisbréfs frá FCC. Hann hefur jafnframt kallmerkið IC8BNR og er handhafi “A” leyfisbréfs frá ítalska PFS. Claudio hefur ekki framvísað HAREC leyfisbréfi frá Ítalíu. Engu að síður var samþykkt að Í.R.A. mæli með úthlutun PFS á N-leyfisbréfi til hans á grundvelli “General” leyfisbréfs hans með tilvísan í 9. gr. reglugerðarinnar annarsvegar, og hinsvegar, þar sem Ísland er aðili að “EEC Recommendation (05)06”; sbr. viðauka á bls. 6 í útgáfu 2009, þar sem segir: “National novice licences of non-CEPT countries equivalent to the CEPT Novice Licence” er sambærilegt “General” leyfi í Bandaríkjunum.
  2. Erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, um gerð tilraunar með útsendingar frá félagsstöðinni yfir Internetið. Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins til næsta stjórnarfundar og TF3JA verði boðið að verða gestur fundarins vegna málsins.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

  1. Skýrsla um starfsemi félagsins. Formaður, TF2JB, kynnti drög að skýrslu um starfsemi félagsins 2009-2010. Drögin skiptast í þrjá hluta. Í fyrsta lagi, umfjöllum um starfsemina á starfsárinu. Í öðru lagi eru birtar fundargerðir stjórnar; og í þriðja lagi, ýmiskonar fylgiskjöl sem tilheyra starfsárinu. Stjórnarmenn komu með ábendingar á fundinum um það sem betur má fara, en voru að öðru leyti ánægðir með drögin. Miðað er við að dreifa skýrslunni á aðalfundi og vista í framhaldi á heimasíðu félagsins.
  2. Ársreikningur. Gjaldkeri, TF3EE, kynnti ársreikning félagsins sem vinnuplagg. Miðað fer við að reikningurinn verður tilbúinn og undirritaður af endurskoðendum n.k. fimmtudag. Varaformaður, TF3SG, var gjaldkera til aðstoðar og er ársreikningurinn afar vel upp settur og greinargóður. Greidd félagsgjöld voru alls 163 samanborið við 123 á fyrra tímabili. Aukning er 33%. Skráðir félagsmenn eru 204 samanborið við 176 á fyrra tímabili. Aukning er 16%.
  3. Önnur atriði. (1) TF3SNN, tekur að sér sem spjaldskrárritari, í samvinnu við gjaldkera, að setja upp og annast sérstaka skrá yfir félaga sem greitt hafa félagsgjald. (2) TF3SG, hefur áhyggjur af að aðalfundarboð hafi ekki borist öllum. Fram kom, að boðað hafi verið til aðalfundar á heimasíðu og á póstlista 2. apríl s.l. í tengslum við ábendingu um að lagabreytingar þyrftu að berast stjórn fyrir 15. apríl. Þá var auglýsing með aðalfundarboði birt í forútgáfu CQ TF 23. apríl á heimasíðu og síðan, í endanlegri útgáfu á sama stað 27. apríl. Í 16. gr. félagslaga segir: “Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag.” Samkvæmt því, hefði þurft að póstleggja CQ TF til þeirra sem óska eftir pretnaðri útgáfu CQ TF (en eru t.d. ekki með tölvu) eigi síðar en 1. maí s.l. Sá dagur og sá næsti eru hins vegar frí- og helgidagar, þannig að blaðið hefði þurft að póstleggjast eigi síðar en 3. maí s.l. Hringt var í ritstjóra af fundinum til að spyrjast fyrir um það, en ekki náðist samband við hann. Ljóst er, að ef CQ TF hefur farið í póst seinna en 3. maí 2010 þarf að leita afbrigða á aðalfundi hvað varðar 16. gr. félagslaga.

5. Samþykkt útgjöld félagssjóðs

  1. Samþykkt, að tillögu TF2JB, að félagssjóður festi kaup á New-Tronics Hustler G6-144B loftneti fyrir TF3RPC. Áætlaður kostnaður er um 35 þúsund krónur.
  2. Samþykkt, að tillögu TF3SNN, að félagssjóður festi kaup á “headphone preamplifier” fyrir Vita- og vitaskipahelgar. Áætlaður kostnaður er um 9 þúsund krónur.

6. Önnur mál

  1. Fram kom undir dagskrárliðnum að tekjur af flóamarkaði námu 3.100 krónum.
  2. Læsing heimasíðunnar var rædd, m.a. hvað varðar aðgang að félagsblaðinu CQ TF.
  3. Fært er til bókar að nú hefur staða QSL-stjóra verið mönnuð af TF3SG.
  4. Þar sem þetta var síðasti stjórnarfundur starfsársins tókust menn í hendur og þökkuðu hver öðrum ánægjulega viðkynningu og góð störf í þágu félagsins.

7. Fundarslit

Fundi slitið kl 13.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.03.30 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF1JI. TF3GL og TF3BJ boðuaðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 18:03 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 8/2010 (frá 16. febrúar 2010) var lögð fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

  1. Erindi TF1JI um heimild til að setja upp 2m/70cm krossband endurvarpa í stað TF3RPB í Bláfjöllum (a.m.k. á meðan TF1RPB er bilaður/ónothæfur) lagt fram. Hugmynd Jóns er að nota tíðnina 145.500 MHz og finna sambærilega tíðni á 70 cm (í samræmi við bandplan). Samþykkt með öllum atkvæðum nema TF3SNN, að ÍRA styðji tilraunina.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

  1. Formaður vakti athygli á ákvæðum í 16. og 26. gr. félagslaga, annarsvegar hvað varðar að fundarboð skuli póstlagt með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara og hinsvegar, að berist stjórn frumvörp til lagabreytinga skuli þau send út saman með fundarboði. Samþykkt að fara þess á leit við ritstjóra CQ TF að þetta efni verði fylgi með í 2. tbl. blaðsins.
  2. TF3EE, gjaldkeri félagsins, kynnti stöðu félagssjóðs. Fram kom m.a., að fjárhagur er góður. Alls hafa um 160 manns hafa greitt félagsgjöld á árinu.
  3. Önnur atriði. Rætt um tilvist nýliðasjóðs. Sveinn, TF3SNN telur að heimild sé til staðar um stofnun þess háttar sjóð. Framlög í sjóðinn hafi m.a. verið fengin með sölu á flóamarkaði.

5. Atriði er varða félagið

  1. Vegna óska félagsmanna um útlán á bókum og diskum í eigu félagsins, var samþykkt heimild þess efnis, að lána megi út handbækur og diska í eigu félagsins. Haldið skal vel utan um útlán og þau skráð í þar til gerða bók. Útlánstími verði að jafnaði ekki lengri en vika í senn.
  2. Rætt um móttöku gjafa til félagsins. Skerpa þarf á skráningu gjafa til félagsins.
  3. Flóamarkaður hefur verið auglýstur sunnudaginn 11. Apríl n.k. Félagið mun selja gamla kompónenta og hluti. Sveinn, TF3SNN og Guðmundur, TF3SG munu hittast í vikunni og taka saman þá hluti og verðsetja.
  4. Staða loftneta. Endurnýja þarf 80 metra spólu og topp á Hustler vertikal. Samþykkt að fresta kaupum á loftnetshlutum fram yfir aðalfund.
  5. Vinnudagur vegna uppsetningar á VHF/UHF loftnetum var ákveðinn sunnudaginn 18. apríl n.k. með fyrirvara um að veður hamli ekki.
  6. Heimasíða Í.R.A. og spjallþræðir félagsins. Sveinn, TF3SNN hefur boðað útlitsbreytingar á síðunni, og mun vinna að breittri uppsetningu hennar í þrjá dálka.

6. Önnur mál

  1. „Calendar” dags. 17. mars 2010 frá IARU Svæði 1 lá frammi á fundinum. Tekið var fyrir „Proposal 246″ sem varðar inngöngu landsfélags radíóamatöra í Svartfjallalandi (MARP). Meðmæli samþykkt og formanni falið að fylla út og senda tilheyrandi eyðublað til IARU.
  2. Stefán Þórhallsson, TF3S, hefur fært félaginu að gjöf mælitæki og bækur. Mælitækjunum hefur verið komið fyrir í smíðaaðstöðui og eru Stefáni færðar innilegar þakkir frá félaginu.
  3. Guðlaugur Ingason, TF3GN, hefur fært félaginu að gjöf innbundið hefti af 15. tbl. Útvarpstíðinda frá septembermánuði 1946. Guðlaugi eru færðar innilegar þakkir fyrir.
  4. Rætt um hvernig standa skuli að móttöku gjafa sem félaginu berast.
  5. Tíðnimál. Rætt um auknar aflheimildir og aukið samfellt tíðnisvið á 5MHz í ljósi erindis félagsins til PFS dags. 13. janúar s.l. Formaður skýrði frá því að hafa nýlega átt óformlegan fund með HRH og kvaðst bjartsýnn á að svar muni berast eftir páska.
  6. Ekki er enn búið að fylla í stöðu QSL Manager. Formaður hefur tekið þau kort sem félaginu hafa borist heim til sín til flokkunar.

7. Dagsetning næsta stjórnarfundar

Stefnt er að því að halda næsta stjórnarfund ca. 2 vikum fyrir aðalfund.

8. Fundarslit

Fundi slitið kl 20.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.02.16 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SN, TF3BJ, TF3GL. TF1JI hafði boðað forföll.

1. Fundarsetning

Fundur var settur kl 18:15.

2. Fundargerð síðasta fundar (2010.01.08) lögð fram til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

  1. Erindi PFS dags. 25. janúar 2010 vegna umsagnar um umsókn TF8GX f.h. Radíóklúbbs Reykjaness um úthlutun á kallmerkinu TF7X til notkunar í Vestmannaeyjum í IOTA-keppninni 24.-25. júlí 2010
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en TF3SG á móti. Óskaði hann eftir að fært væri til bókar að þar sem TF4X hafi verið úthlutað varanlega til klúbbstöðvar sé ekki við hæfi að úthluta kallmerki með viðskeytinu X. TF2JB óskaði eftir að fært væri til bókar að tillaga eins-stafs-nefndar á aðalfundi 2009, um að unnt sé að mæla með eins-stafs viðskeyti til tímabundinnar notkunar leiðangra eða til keppnisþátttöku, hafi verið samþykkt þar samhljóða. Einnig hefði hann áður verið í símasambandi við TF4X og TF3Y, sem hvorugur hafði neitt við slíka tímabundna úthlutun að athuga.
  2. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3HQ til notkunar í árlegum sumarkeppnum IARU.
    Samþykkt samhljóða að mæla með úthlutuninni til PFS til tímabundinnar notkunar 10.-11. júlí 2010.
  3. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3TEN til notkunar fyrir radíóvita í 10 metra bandinu.
    Frestað.
  4. Erindi TF1JI um gerð krossband “repeater” tilraunar í Bláfjöllum.
    Frestað.

4. Ákvörðun um erindi til PFS vegna fyrirhugaðs amatörprófs

Samþykkt að fela formanni að falast eftir heimild til prófhalds til PFS þegar dagsetning liggur fyrir.

Undir þessum lið var einnig greint frá niðurstöðum úr prófinu 23. janúar s.l.

5. PFS-málefni lögð fram til kynningar.

  1. Sent erindi til PFS dags. 2010.01.13 vegna umsóknar um 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz böndin.
  2. Sent erindi til PFS dags. 2010.10.2.2010 framhaldserindi sérstaklega vegna umsóknar um 500 kHz.
  3. Mótttekið erindi frá PFS dags. 2010.01.31 heimild fyrir nýju QTH og nýrri QRG fyrir TF3RPA.
  4. Minnisblað um viðræður við PFS 2010.02.03 um aflheimildir á 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum.

6. Aðalfundur Í.R.A. 2010

Tillaga um endurskoðun áður ákveðinnar dagsetningar fundarins 29. maí vegna CQWW-keppninnar, og að hann verði í staðinn haldinn 22. maí. Samþykkt.

TF2JB greindi frá því að hann hefði samið um salarleigu 25.000 auk 350 kr. fyrir kaffi. Samþykkt.

7. Fyrirkomulag stjórnarfunda, m.a. hvað varðar dagskrár og fundargerðir

Samþykkt að halda áfram óbreyttu fyrirkomulagi, þar sem fundargerðir stjórnar eru samþykktar á næsta stjórnarfundi á eftir og gerðar opinberar í næsta CQ-TF og á vef félagsins, auk þess að fundargerðin er prentuð út og hengd upp í sjakknum í félagsaðstöðunni.

8. Ýmis atriði sem varða félagið

  1. www.ira.is
    TF3SN lýsti yfir áhuga á að koma að endurbótum á skipulagi vefsíðna félagsins. Ritari TF3GL kvaðst í framhaldi vilja skipa TF3SN ritstjórnarfulltrúa vegna vefsvæða ira.is, og samþykkti TF3SN þá tilhögun. Áfram er stefnt að því að ráða ritstjóra að vefsvæðum félagsins.
  2. Nýliðasjóður
    TF3SN óskaði eftir að athugað yrði með hvort þessi sjóður sé enn til. Gjaldkeri TF3EE mun setja sig í samband við fyrri gjaldkera og athuga með þetta.
  3. Daglegur rekstur TF3IRA
    Stöðvarstjóri TF3SN óskar eftir að komið verði til móts við þörf á að leggja út fyrir rekstrarvörum. TF3GL lagði til að gjaldkeri sæi til þess að TF3SN hafi hverju sinni undir höndum tilhlýðilega fjárhæð úr félagssjóði (10-20 þúsund krónur) til að standa straum að þessu.
  4. Vetrardagskrá og sunnudagsopnanir
    Sunnudagsopnanir verða út marsmánuð.
  5. Staða nefndar um endurúthlutun kallmerkja
    TF2JB greindi frá því að nefndin sé nálægt því að skila niðurstöðu.
  6. Staða morseæfinga
    Að sögn TF2JB er útsending morseæfinga hætt að sinni.
  7. Embættismenn: QSL Manager
    Formaður sagði leit í gangi og hann byggist við að geta mannað stöðuna fljótlega.
  8. Aðkoma Í.R.A. að “Opnum dögum” í Tækniskóla Íslands 25.-27. febrúar n.k.
    Samþykkt að koma þessu á framfæri við félagsmenn.
  9. Kostnaðarhlutdeild í samrekstri húsnæðis
    Lagt var til að Í.R.A. tæki þátt í rekstri þjófavarnarkerfis með 2000 krónum á mánuði. Samþykkt af öllum greiddum atkvæðum nema TF3SN.
  10. Tryggingar
    TF3EE mun skoða hvort uppfæra þurfi vátryggingarfjárhæð tækjabúnaðar félagsins.

9. Látnir félagsmenn

Eggert Steinsen rafmagnsverkefærðingur, TF3AS, andaðist 15. janúar s.l. Eggert var gerður að heiðursfélaga í Í.R.A. 15. janúar árið 2005. Útför hans fór fram 25. janúar s.l. Félagið sendi blóm til minningar um Eggert og minningarkort frá Krabbameinsfélagsfélaginu. Þá hefur undirritaður ritað stutta grein um Eggert heitinn sem mun birtast í 1. tbl. CQ TF 2010.

Guðlaugur Grétar Kristinsson fv. flugumferðarstjóri, TF3MEN, andaðist 29. janúar s.l. Tilkynning mun hafa birst í Morgunblaðinu 9. febrúar s.l. um lát hans og að útförin hafi þegar farið fram. Félagið sendi minningarkort um Guðlaug heitinn frá Krabbameinsfélaginu.

10. Önnur mál

Engin mál voru á dagskrá undir liðnum önnur mál.

11. Ákvörðun um dagtsetningu og tímasetningu næsta stjórnarfundar

Ákvörðun um dagsetningu næsta stjórnarfundar verður tekin þegar nær dregur páskum.

12. Fundarslit

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundargerð ritaði TF3GL

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.01.08 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN, TF3BJ, TF3GL. TF1JI hafði boðað forföll.

1. Fundarsetning

Fundur var settur kl 18:15.

2. Fundargerð síðasta fundar (nr. 6/2009 frá 26. nóv. s.l.) lögð fram til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

  1. Lagt var fram bréf þar sem TF3Y f.h. TF4X sækir um heimild til PFS til að nota 1,5 kW í tilteknum keppnum á árinu 2010.
    Samþykkt að mæla með umsókninni.
  2. Lagt var fram bréf þar sem TF3Y f.h. TF4X sækir um heimild til að nota tíðnisviðið allt frá 1810-1900 kHz.
    Samþykkt að mæla með umsókninni.
  3. Lagt fram bréf frá PFS þar sem óskað er eftir áliti stjórnar á ársframlengingu undanþágu frá HAREC-kröfum til handa TF3LW Gonzales.
    Bókað að Í.R.A. sér ekki ástæðu til að andmæla þessari embættisfærslu PFS.
  4. TF3PPN hefur óskað eftir lausn frá störfum sem QSL-stjóri af persónulegum ástæðum.
    Fært til bókar að stjórn Í.R.A. þakkar Jóni Gunnari frábærlega vel unnin störf.

4. Gjaldkeri leggur fram bráðabirgðayfirlit yfir fjárhagsstöðu félagsins

Þegar núverandi stjórn tók við nam sjóðseign um 884 þúsund krónur, en nemur í dag 889 þúsundum. Þá er ótalin verðbréfaeign sem nemur um 225 þúsundum, auk fánasjóðs sem telur 79 þúsund. Alls eru þetta um 1205 þúsund krónur.

5. Ákvörðun um erindi til PFS vegna amatörprófs

Samþykkt var að óska eftir að radíóamatörpróf verði haldið 23. janúar 2010.

6. Ákvörðun um fundardag og fundarstað fyrir aðalfund 2010

Samþykkt var að halda aðalfund 2010 þann 29. maí kl. 13.00 að Hótel Sögu (Radisson SAS). Kostnaður við sal er um 30 þúsund krónur. Reiknað er með að boðið verði upp á kaffi, en vísað til útfærslu hjá varaformanni og gjaldkera.

7. Ákvörðun um framleiðslu á gólffána með merki félagsins

Samþykkt var að ganga frá framleiðslu gólffána í stærðinni 150 cm (hæð) og 100 cm (breidd) með svörtu letri á hvítum grunni, á tréstandi.

8. Upplýsingakerfi Í.R.A.

Ritari TF3GL fór yfir stöðu mála á upplýsingakerfum félagsins, en þau eru:

  1. www.ira.is, m.a. hugsanleg stofnun sérstaks ritstjóraembættis síðunnar
  2. spjall.ira.is og irapostur@yahoogroups.com
  3. Google Docs og Gmail á léni félagsins, ira.is

Útdráttur úr greinargerð ritara fer hér á eftir:

Ritstjóri vefmiðla

Lagt er til að stofnað verði ritstjóraembætti vefmiðla ÍRA, sem í dag eru vefurinn www.ira.is og spjallþráðavélin spjall.ira.is. Ritstjóraembættið er fyrst og fremst efnislegs eðlis (strúktúr og innihald), en ekki starf kerfisstjóra (þar sem TF3HR, TF3CY og fleiri hafa lagt gjörva hönd á plóg). Lögð verði áhersla á að ritstjóri sé afburðamaður í íslensku, hafi góða skipulagsgáfu, sé næmur á aðalatriði, hafi auga fyrir útliti, og hafi helst einnig reynslu af vefmiðlum. Tillaga ritara TF3GL er að rætt verði við TF3VS um að taka að sér starfann.

www.ira.is

Aðalvefur: Þörf er á að skilgreina nýtt veftré, en núverandi vefur er einfaldlega (töluvert) uppfært afrit af gamla vefnum. Einnig er þörf á “allsherjarritstjórnartiltekt”.

Námsefnisvefurinn: Þessi vefur verði aukinn eins og kostur er; væri vert að ræða sérstaklega við skólastjóra amatörskólans um hvernig best væri að standa að því að koma glærukynningum fyrirlestra og úrlausnarefnum dæmatíma þarna fyrir.

Stjórnarvefurinn: Verði áfram undir stjórn ritara (og stjórnar) hverju sinni, enda ekki tilhlýðilegt að ritstjóri vefmiðla hafi aðgang að því svæði. Þarna eiga allar fundargerðir og gögn stjórnar að geymast.

Aðrir vefir: Í dag, eru auk ofangreindra vefja til vefir fyrir CQTF og stöðvarstjóra; báðir í lítilli notkun. Einnig “sandbox”-vefur þar sem hægt er að gera tilraunir að vild. Þetta má liggja óhreyft, en þó væri gaman að gera tilraunir með CQTF-vefinn; t.d. er þar að finna grein á ensku um flugdrekaloftnet eftir TF3GL sem kemur upp ofarlega á Google-leit og er því væntanlega mikið lesin.

spjall.ira.is og irapostur

Ritari bendir á kosti veflægs viðmóts (spjall.ira.is) gagnvart tölvupóstviðmóti (irapostur):

  • Veflægt viðmót er aðgengilegt öllum án innskráningar (þótt einnig sé til lokað svæði sem hægt er að nota ef þarf); þetta eykur á aðdráttarafl amatörhreyfingarinnar.
  • Á spjallþræði er hægt að setja myndir og fyrirsagnir, en ekki aðeins óformateraðan texta.
  • Þar er einnig hægt að setja viðhengi (t.d. á CQTF-svæðið, þar sem blöð eru geymd, og væri hægt að geyma alla gömlu árgangana sem TF5B hefur skannað).
  • Ekki er nauðsynlegt að halda sérstaka netfangaskrá og “administrera” notendum, nema þeim sem sérstaklega óska eftir að skrifa inn á spjallið.
  • Sjálft spjallformið hentar illa fyrir tölvupóstsamskipti (point-to-point), og nær allir hafa horfið frá því formi og tekið upp veflæga spjallþræði.
  • Engin rök eru fyrir að með irapostur sé hægt að komast í samband við alla félagsmenn: Engin trygging er fyrir því að menn hafi haft fyrir því að gefa upp netfang til að fá irapostur-skeyti og í raun ómögulegt að halda utan um það. Við erum betur sett með fréttir á vefsíðunni fyrir opinber communiqué og spjallþræðina fyrir frjáls skoðanaskipti.

Google Apps

Þessi kerfi eru ókeypis frá Google og hafa verið tengd léni félagsins, ira.is.

Google Mail: Hér getur félagið sett upp @ira.is-netföng að eigin vali, s.s. ira@ira.is, qsl@ira.is, stjorn@ira.is etc. Lagt er til að settir verði upp netfangalistar, þannig að embættismenn fái afrit af slíkum pósti.

Google Documents: Hér má geyma ýmis vinnuskjöl sem ekki tilheyra ira.is-vefnum (ritvinnslu-, tölflureiknis- og kynningarskjöl). Einkar hagstætt til utanumhalds á gögnum sem margir þurfa að uppfæra, eða þarf að vera aðgengilegt fleirum en einum aðila. Kemur alfarið í staðinn fyrir Word- og Excelskjöl vistuð á einkatölvum.

Þótt flestar upplýsingar er varða félagsmenn og félagið eigi heima á opnu svæði eða stjórnarsvæði ira.is, er engu að síður lagt til að master-afrit félagatalsins sé áfram geymt hér, þar sem það er í öruggri vistun (líkt og bankaupplýsingar eru geymdar hjá banka). Afrit af félagatalinu er svo reglulega sett inn á vefinn. Hugsanlega eiga fleiri skjöl erindi á Google Docs.

9. Fundarslit

Vegna þess hve dagskrárliðurinn tók langan tíma var fundi slitið kl 22:30 og öðrum málum er fyrir fundinum lágu frestað til næsta stjórnarfundar.

Fundargerð ritaði TF3GL

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.10.29 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL, TF3JI og TF3EE höfðu boðað forföll.

1. Fundarsetning

Formaður setti fund kl. 18:10 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 4/2009 frá 27. september 2009 var lögð fram til samþykktar. Fundargerðin var samþykkt með orðalagsbreytingu í lið 15.1.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

Engin önnur erindi hafa borist stjórn félagsins en almennar fyrirspurnir erlendra radíóamatöra á tölvupósti.

4. Staða félagssjóðs

Gjaldkeri TF3EE gerði grein fyrir stöðu félagssjóðs pr. 29/10 2009:

  • Hlaupareikningur: 827.205
  • Fyrirtækjabréf Landsbankans: 203.000

Um 140 manns hafa greitt árgjald, og einnig eru inni í tölunni námskeiðsgjöld 132.000.

5. 4. tbl. CQ TF 2009; forútgáfa 19. október og endanleg útgáfa 27. október

Rætt var um hvort bæri að hafa félagsblaðið á opnu eða lokuðu svæði á spjallvef félagsins. Frekari umræðum var frestað.

6. Námskeið til amatörprófs

Yfir 20 manns hafa skráð sig á námskeiðið sem hófst 22. október, og lýkur með prófi 19. desember. Lagði formaður TF2JB til að fært yrði til bókar sérstakar þakkir til Hrafnkels TF3HR fyrir að taka að sér starf skólastjóra.

7. Morsenámskeið

Moresenámskeið hófst á ný eftir hlé 29. október og verður nú tvo daga í viku

8. Fundur með PFS á næstunni

Formaður TF2JB hyggst koma á almennum samráðsfundi með Póst- og fjarskiptastofnun á næstunni.

9. Framleiðsla á gólffána með merki félagsins (staða verkefnisins)

Til eru í fánasjóði 96 þúsund krónur, en tilboð í gólffána var 78 þúsund. TF3SNN lagði til að bætt yrði í pöntunina venjulegum fána (útifána) og var það samþykkt.

10. Skráning upplýsinga úr radíódagbókum klúbbstöðvar félagsins á “Club Log”

Yngvi TF3Y og Jón Þóroddur TF3JA höfðu sent stjórninni tillögu um skráningu upplýsinga úr radíódagbókum klúbbstöðvar félagsins á “Club Log”. TF2JB lagði til að erindinu yrði hafnað fyrir félagsins hönd sakir umsýslu og viðhalds, og var það samþykkt.

11. Tillaga um gerð skilagreina og umslaga fyrir notendur QSL Bureau-s félagsins

Formaður TF2JB skýrði frá tillögu sinni um að gera grein fyrir fjölda korta og greiðslum í sérstöku umslagi. Þannig væri bæði hægt að halda utan um hver borgar hvað og fá auk þess gagnlegar upplýsingar um starfsemi QSL-þjónustunnar. Bauðst TF2JB til að sjá um að koma þessu í kring. Tillagan var samþykkt.

12. www.ira.is

Benedikt Sveinsson TF3CY (áður TF3BNT) mætti á stjórnarfundinn kl 18:50 til að ræða virkni heimasíðu félagsins www.ira.is. Rætt var um uppfærslu á Confluence í nýjustu útgáfu sem myndi gera kleift að vinna betur með útlit, fá síðuna til að vinna hraðar og auka öryggi. Ákveðið var að TF3CY og TF3GL færu í þessa vinnu.

13. Önnur mál

  • TF3SG greindi frá því að TF3KB hefði áframsent honum tilmæli frá IARU þess efnis að aðildarfélög finni leið til að koma QSL-kortum áfram til viðtakanda, jafnvel þótt þeir séu ekki félagsmenn. Samhljóða álit stjórnar var að QSL-kortum til utanaðkomandi yrði ekki fargað í bureay-inu, en ekki fékkst niðurstaða í hvernig haldið yrði utan um að koma þeim áfram til viðtakenda og var umræðu um það frestað.
  • Stöðvarstjóri TF3SNN talaði um þrifamál og lagði til að haldinn yrði þrifnaðardagur. Mun TF3SNN hafa forgöngu um að senda út auglýsingu þessa efnis til félagsmanna.
  • TF3SNN greindi einnig frá því að þyrfti að koma nýjum vír út í turninn. Tók hann að sér að auglýsa eftir þátttöku í því verki meðal félagsmanna, einhverja helgi þegar spá væri góð.
  • TF3SG nefndi að svar hefði borist frá RSGB um persónulegri fyrirspurn sinni um skráningu Grímseyjar sem IOTA-einingar, en sem stendur hefur Ísland sjálft númerið EU021, Vestmannaeyjar hafa EU071 en allar aðrar eyjar EU168. Svar barst þess efnis að ekki væri vilji til að auka fjölda eyja umfram 1200.

14. Ákvörðun um dagsetningu næsta stjórnarfundar

Endanleg dagsetning var ekki ákveðin en miðað er við næsta næsta stjórnarfund í viku __.

17. Fundarslit

Fundi var slitið kl. 19.45.

Fundargerð ritaði TF3GL

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.09.27 kl 11.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL, TF3JI og TF3EE höfðu boðað forföll.

1. Fundarsetning

Formaður setti fund kl. 11:00 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 3/2009 var lögð fram til samþykktar. TF2JB gerði tillögu um breytingu á orðalagi 5. töluliðar. Í stað orðanna “heppilegra væri” komi “heppilegra gæti verið”. Fundargerðin var samþykkt með þeirri breytingu.

3. Fundur stjórnar ÍRA með prófnefnd

Farið var yfir ágætan fund sem stjórn átti með prófnefnd þann 18. ágúst s.l.

4. Vetrardagskrá 2009-2010

TF3SG skýrði frá hugmynd þess efnis að hafa opið á sunnudagsmorgnum í vetur þar sem lögð yrði m.a. áhersla á að setja upp loftnet og verklegar framkvæmdir í félagsaðstöðunni. Gert er ráð fyrir að áframhald verði á fræðslu- og kynningarkvöldum á fimmtudögum í vetur og einu myndbandskvöldi. Guðmundur mun senda dagskrána til ritstjóra CQ TF til birtingar í næsta tölublaði.

5. Næsta tölublað CQ TF (4. tbl. 2009)

Undirbúningur að útgáfu næsta tölublaðs CQ TF er í fullum gangi og er stefnt að því að blaðið komi út í byrjun október n.k.

6. Morsenámskeið og námskeið til amatörprófs

TF3SG skýrði frá Morsenámskeiði TF3AX, sem hófst 1. september. Alls mættu 12 manns til að byrja með en eitthvað hefur fækkað síðan. Námskeiðið er mjög vel heppnað. TF2JB skýrði frá væntanlegu námskeiði til amatörprófs sem hefst í byrjun október og Hrafnkell, TF3HR, mun stjórna. Rætt var m.a. um heppilegt húsnæði fyrir námskeiðið og námskeiðsgjald. Það er hugmynd stjórnarmanna að fjárhæð þess verði óbreytt frá sem hún var síðast – þó þannig að námskeiðið standi undir sér. Rædd var óformleg tillaga TF3GL um hækkun gjaldsins en henni hafnað. Fundarmenn eru sammála um að stilla verði í hóf í ljósi þeirra efnahagslegu þrenginga sem nú eru í þjóðfélaginu.

7. Staða félagssjóðs

Innheimta félagsgjalda hefur gengið vel og er staða félagssjóðs góð.

8. TF útileikar 2009

TF3SG (tengiliður stjórnar) fór yfir úrslit og sagði frá því að menn væru almennt þeirrar skoðunar að mjög vel hafi til tekist. Stjórn ÍRA færir öllum þeim sem komu að undirbúningi og úrvinnslu gagna TF útileikanna 2009 þakkir fyrir frábær störf.

9. Starfshópar

Samþykkt að skipaður verði starfshópur innan félagsins til að endurskoða reglur fyrir TF útileikana. Auglýst verði eftir áhugasömum félagsmönnum til starfa í hópnum.
Undir dagskrárliðnum var einnig samþykkt að skipaður verði starfshópur innan félagsins til að gera tillögur um hvort efna beri til (og þá á hvaða hátt) kynningar á amatörradíói fyrir almenning í tilefni alþjóðadags radíóamatöra (World Amateur Radio Day) 18. apríl 2010. Auglýst verði eftir áhugasömum félagsmanna til starfa í hópnum.

10. Framleiðsla á gólffána með merki félagsins

Samþykkt að framleiða gólffána á standi með félagsmekinu (með tilvísan til samþykkta fyrri stjórna). Formanni var falið að leita til Ársæls, TF3AO, um að hrinda málinu í framkvæmd.

11. Fundargerðir stjórnar

Samþykkt tillaga TF2JB þess efnis að fundargerðir stjórnar verði hengdar upp og gerðar aðgengilegar félagsmönnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Athugað verði á hvern hátt má miðla þessu efni til félagsmanna á netinu.

12. Nettenging

Samþykkt að hrinda í framkvæmd nettengingu félagsaðstöðunnar sbr. samþykkt stjórnarfundar nr. 3/2009. TF3EE og TF3SNN taka að sér kaup á nauðsynlegum búnaði.

13. Radíódagbækur félagsins á rafrænu formi

Tillaga þess efnis að radíódagbækur félagsins sem til eru á rafrænu formi verði settar inn á „Club Log” heimasíðuna ræddar. Stöðvarstjóri, TF3SNN, óskaði eftir að fá tækifæri til að kynna sér málið. Samþykkt að fresta umfjöllun.

14. Heimild til útgjalda úr félagssjóði

TF3JB lagði fram tillögu þess efnis, að keyptar verði pöllur og (hand) Morselykill til nota fyrir TF3IRA; þannig verði báðar stöðvar útbúnar varanlega með þessum aukahlutum. Innkaupsverð nemur alls €192.58, þ.e. „The Kent Hand Key” (€86.98) og „The Kent twin paddle morse key” (€105.60). Tillagan samþykkt.

15. Önnur mál

  1. TF3SNN velti fyrir sér ályktunarhæfni stjórnarfunda þegar færri en fimm manns eru mættir. Fram kom m.a. í umræðum að e.t.v. bæri að skerpa á þessu í lögum félagsins.
  2. TF3SNN spurði um erindi sem nýrri stjórn hafi borist þann tíma sem hún hefur starfað. TF2JB sagðist ekki hafa séð nein slík – utan umsagnarerinda frá PFS vegna kallmerkja. Sveinn tekur að sér að kanna hvort eitthvað hefur safnast upp hjá ritara, TF3GL.
  3. TF3SNN spurði um fjölda þeirra sem hafa skráð sig á námskeið til amatörprófs á heimasíðu félagsins. TF2JB sagðist aðeins vita um heildarfjöldann, þ.e. 42. Hins vegar hafi verið opið fyrir skráningu í nokkuð langan tíma og því óljóst um endanlegan fjölda. TF3SNN tekur að sér að hafa samband við TF3GL um að hann sendi tölvupóst á þá sem hafa skráð sig til að kanna hvort þeir standi við skráningu sína miðað við að námskeið verði haldið í október-nóvember n.k.

16. Ákvörðun um dagtsetningu og tímasetningu næsta stjórnarfundar

Endanleg dagsetning var ekki ákveðin en miðað er við næsta næsta stjórnarfund í viku 44.

17. Fundarslit

Fundi var slitið kl. 13.30.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.08.11 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru: TF2JB, TF3SG, TF3GL og TF3BJ. TF3EE, TF3SNN og TF1JI höfðu boðað forföll.

1. Fundarsetning

Formaður TF2JB setti fundinn kl. 21:05.

2. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð fundar 2009.07.07 var lögð fram og samþykkt án athugasemda.

3. Umsókn um kallmerkið TF4X til rekstrar sameiginlegrar stöðvar

Til umsagnar stjórnar ÍRA liggur erindi dagsett 11. júlí 2009 með ósk um úthlutun kallmerkisins TF4X til rekstrar sameiginlegrar stöðvar sem staðsett er í Otradal hjá Þorvaldi Stefánssyni TF4M. Ábyrgðarmaður sameiginlegu stöðvarinnar er Yngvi Harðarson TF3Y. Stjórnin samþykkti samhljóða að mæla með úthlutun kallmerkisins til þessarar sameiginlegu stöðvar.

4. Vetrardagskrá 2009-2010

TF3SG lagði fram til umræðu frumdrög að vetrardagskrá. Ekkert var fært til bókar um dagskrárliðinn, og bíður endanleg útfærsla hans næsta fundar.

5. TF útileikar 2009

TF útileikarnir 2009 voru haldnir 1.-3. ágúst. Ágæt þátttaka var, og svipuð og á síðasta ári. TF3KX er að safna loggum og mun hann ásamt TF5B hafa umsjón með útreikningi stiga og útgáfu verðlaunaskjala líkt og í fyrra.

Umræða spannst um nýja TF0-svæðið vegna þátttöku manna í útileikum. Var það sameiginlegt álit stjórnarmanna að óheppilegt væri að undanskilja mannvirkjabelti hér og hvar um hálendið frá TF0, enda sé erfitt að henda reiður á því hvort maður sé staddur á slóða sem tilheyrir mannvirkjabelti (t.d. belti meðfram veginum inn að Eldgjá að Fjallabaki, eða belti meðfram línuveginum norðan Skjaldbreiðs sem jafnvel útilokar Hlöðufell frá TF0), eða hvort maður er staddur á slóða sem ekki tilheyrir mannvirkjabelti TF0 (t.d. Dómadalsleið að Fjallabaki eða veginum upp að Hlöðufelli sunnan úr Laugardal).

Á aðalfundi Í.R.A. 23. maí 2009 var samþykkt svohljóðandi skilgreining á TF0-svæðinu:

TF0 er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins að undanskildum mannvirkjabeltum. Lokaða svæðið og mannvirkjabeltin er skv. skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins. Í mannvirkjabeltum miðhálendisins gildir venjuleg kallsvæðaskipting eftir staðsetningu miðað við stjórnsýslumörk.

Stjórnin ályktaði að heppilegra væri að undanskilja ekki þessi mannvirkjabelti, og notast við skilgreiningu óbyggðanefndar á þjóðlendukorti um “Samgöngur og ferðamál” sem sjá má á vef óbyggðanefndar http://www.halendi.is/media/files/C4-a3-sg-fe.jpg

6. Vitahelgin 2009

Vitahelgin 2009 verður haldin 14.-15. ágúst 2009. Skrifleg heimild er komin frá Siglingastofnun um notkun á vitanum og kann stjórnin stofnuninni og vitaverði bestu þakkir fyrir. Nokkrir hafa boðað komu sína til stöðvarstjóra TF3SNN, sem heldur utan um þátttökutilkynningar þeirra sem hyggjast operera frá vitanum.

7. Erindisbréf neyðarfjarskiptastjóra

Erindisbréf neyðarfjarskiptastjóra TF3JA tekið fyrir og samþykkt.

8. Tillaga að samþykkt um hlutverk TF3IRA

TF2JB bar fram til umræðu skjal með skilgreiningu á hlutverki félagstöðvarinnar TF3IRA. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar og e.t.v. samþætt væntanlegu erindisbréfi stöðvarstjóra.

9. Fundur með prófnefnd félagsins 18. ágúst

Stjórnin leggur til eftirfarandi markmið í námskeiðs- og prófhaldi:

  1. Námskeið verði 1-2 á ári, tímasetning verði a.m.k. um haust, en annars einnig um vor
  2. Möguleiki sé að efna til prófa oftar en námskeið eru haldin
  3. Mögulegt verði að halda styttra námskeið til N-leyfis
  4. Námskeiðsgögn komi inn á netið í auknum mæli (http://ira.is/display/namsefni/Home)

10. Fjarskiptaherbergi

Framkvæmdir í fjarskiptaherbergi hafa miðað að því að gera aðstöðuna notendavænni. Fór stjórnin um herbergið og tók út hið vel unna verk sem TF2JB og TF3SNN hafa borið hitann og þungann af.

11. Heimildir til útgjalda úr félagssjóði

Samþykkt var að heimila eftirtaldar ráðstafanir:

  1. Kaup á aflgjafa fyrir rótor og SteppIR-loftnet
  2. Kaup á korti í stjórnkassa fyrir SteppIR-loftnet
  3. Kaup á Yaesu SP-8-hátalara fyrir FT-1000-stöð
  4. Kaup á Kenwood SP-23-hátalara fyrir TS-2000-stöð
  5. Kaup á morselykli (handlykli) frá Kent UK
  6. Kaup á nettengingu fyrir félagsaðstöðuna

12. Önnur mál

Ritari TF3GL boðar að sakir vinnu erlendis muni hann ekki geta mætt á nokkra næstu stjórnarfundi en taki þó þátt í starfi stjórnar að öðru leyti.

13. Dagsetning næsta stjórnarfundar

14. Fundarslit

Fundi slitið kl 23.10.

Fundargerð ritaði TF3GL

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.07.07 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF1JI. TF3BJ og TF3GL höfðu boðað forföll. Gestur á fundinum var TF3VS vegna dagskrárliðar 6.4 og sat hann fundinn frá kl. 21:30 til kl. 21:45.

1. Fundarsetning

Formaður TF2JB setti fundinn kl. 21:08.

2. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð fundar nr. 1/2009 var lögð fram og samþykkt án athugasemda.

3. Erindi til afgreiðslu frá fyrra fundi/fundum

Eitt mál bíður afgreiðslu, þ.e. umsókn frá TF4M um úthlutun sérstaks klúbbstöðvarkallmerkis í Otradal. Vegna fjarveru ritara reyndist ekki unnt að ræða málið þar gögn málsins eru í hans vörslu. Málinu frestað. Fundarmenn voru sammála um að hraða ber afgreiðslu málsins.

4. Staða mála sem kynnt voru og/eða rædd á síðasta stjórnarfundi

  1. Nefnd um endurúthlutun kallmerkja (JB)._ Jónas skýrði frá því að nefndin hafi tekið til starfa með því að skiptast á upplýsingum um netið. Fyrsti formlegur fundur er fyrirhugaður 23. þ.m.
  2. Vetrardagskrá (SG). Guðmundur mun hraða sem kostur er að leggja fram drög að dagskrá.
  3. Eignalisti (SNN og JI). Málið er til skoðunar.
  4. Sýning radíótækja (JI). Málið er til skoðunar.
  5. Smíðaaðstaða (SNN og JB). Sveinn Bragi og Jónas hafa skoðað hvernig koma má upp aðstöðu í QSL-herberginu.
  6. Námskeiðsmál/nýliðun (JB). Efnt verður til fundar með prófnefnd og stjórn 18. ágúst næstkomandi.
  7. Verkfæri (SNN). Sveinn Bragi hefur fest kaup á nauðsynlegustu verkfærum.
  8. Vitahelgin „International Lighthouse Weekend” (SNN).Sveinn Bragi hefur verið í sambandi við lykilmenn og vinnur að undirbúningi.
  9. Neyðarfjarskipti (JB). Jónas hefur verið í sambandi við TF3JA og mun Jón gera uppkast að erindisbréfi embættis neyðarfjarskiptastjóra ÍRA.
  10. Friedrichshafen 2009 (SG). Guðmundur skýrði frá óformlegum fundi í IARU Region 1 sem fram fór í Friedrichshafen 26. júní s.l. Hann mun setja sig í samband við TF3KB vegna þeirra mála.

5. Erindi radíóskáta.

Samþykkt að heimila radíóskátum afnot af húsnæði og fjarskiptabúnaði Í.R.A. helgina 17. og 18. október n.k. vegna „Jamboree on the air 2009″.

6. Eftirfarandi erindi lögð fram til til umfjöllunar og samþykktar

  1. Heimild til framleiðslu á 200 bílrúðumerkjum með félagsmerki ÍRA. Samþykkt að leita samninga við Vörumerkingu ehf. sem átti lægst tilboð. Gangi það tilboð eftir var samþykkt að hvert merki verði selt á 200 krónur en þrjú merki saman á 500 krónur.
  1. Heimild til kaupa á aflgjafa fyrir TF3RPA. Tilboð: 20.111 krónur m/vsk. Samþykkt að kaupa PS 1330 aflgjafa frá HQ Power hjá fyrirtækinu Íhlutir ehf.
  1. Heimild til kaupa á aflgjafa fyrir TF3IRA. Samþykkt skv. sömu forsendum og í lið b.
  1. Heimild til útgáfu á þýðingu TF3VS á bók ON4UN og ON4WW, _Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra. Tilboð reyndist hagkvæmast hjá Prentsmiðjunni Odda hf., 236.550 krónur m/vsk. miðað við stafræna prentun í lit í 200 eintökum og frágang (þ.e. forsíðu í 140 gr. pappír og límingu á kjöl). Bókin er alls 72 bls. að stærð og er framleiðslukostnaður því 1183 krónur á hvert eintak. Vilhjálmur, TF3VS, var mættur á fundinn og tók þátt í umræðum. Fram kom m.a. að heppilegasta útgáfuformið væri í stærðinni A4 (en A5 er töluvert dýrara). Vilhjálmur hefur ennfremur gert tillögu að forsíðu bókarinnar sem sýnd var á fundinum. Með tilvísan til umræðna á aðalfundi 2009 og í ljósi þess að hér er um dýrmæt námsgögn að ræða gagnvart nýjum leyfishöfum var samþykkt að ganga að tilboði Odda. Samþykkt ennfremur að eintak bókarinnar verði til dreifingar til allra skuldlausra félagsmanna á árinu 2009 með tilvísan til umræðna á aðalfundinum í maí s.l. Vilhjálmur hvarf af fundi við svo búið.

7. Tillaga um innsetningu ljósmynda (þ.e. andlitsmynda) við nöfn í félagatali

Samþykkt að það skuli vera valkvætt fyrir félagsmenn og fara þess á leit við TF3KJ að taka verkefnið að sér.

8. Tillaga um að útbúið verði sérstakt umslag til afhendingar nýjum félagsmönnum

Tillagan rædd. Samþykkt að útbúin verði mappa með ljósrituðum gögnum um félagið sem verði til afhendingar til nýrra félagsmanna, sbr. upptalningu hér að neðan:

  1. Félagslög ÍRA
  2. Reglugerð um starfsemi radíóamatöra
  3. Fjarskiptalögin
  4. Nýjasta prentaða eintakið af CQ TF
  5. Bílrúðumerki með félagsmerki ÍRA (2 stk.)
  6. Annað sem hér kann að hafa gleymst að telja upp

9. Tillaga um að ÍRA beiti sér fyrir að gömul TF QSL kort verði skönnuð og birt á heimasíðu

Tillagan samþykkt samhljóða. TF2JB tekur að sér undirbúning.

10. Önnur mál

  1. Félagsmerki ÍRA; á ÍRA merkið eða er það í einkaeign?TF3SNN var málshefjandi. Hann bar upp spurningar sem tengjast merki félagsins. Samþykkt að koma á fundi með TF3KB og stjórninni m.a. til að fara yfir það mál. Kristján er höfundur merkisins.
  1. Verklags/vinnureglur fyrir embætti félagsins, t.d. prófnefnd/námskeiðahald; endurvarpa; IARU-tengil; neyðarfjarskiptastjóra, o.fl. Sveinn Bragi var málshefjandi. Fram kom m.a. í svari formanns, að hann fyrirhugar að kalla embættismenn félagsins á fund hjá stjórninni þar sem farið verði yfir þessi mál. Hann hefur þegar óskað eftir því við IARU-tengil félagsins, TF3KB, og neyðarfjarskiptastjóra félagsins, TF3JA, að þeir geri uppkast að embættisbréfum sínum.
  1. TF3RPA QRV á ný 7. júlí. Formaður skýrði frá því að TF3GW og TF3WS hafi fyrr um daginn komið endurvarpanum í gang á ný.
  1. Nýtt CQ TF, 3. tbl. 2009. Stjórnarmenn lýstu yfir ánægju með útkomu nýs tölublaðs af CQ TF og voru samþykktar sérstakar þakkir til nýs ritstjóra, TF3KX. Einnig voru samþykktar sérstakar þakkir til fráfarandi ritstjórna, TF3GL, sem hljóp í skarðið fyrir TF3JA án mikils fyrirvara í byrjun ársins.

8. Fundarslit.

Fundi slitið kl 23.20.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.06.02 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3GL, TF3SNN og TF1JI. TF3BJ hafði boðað forföll.

1. Kynning á nýrri stjórn

Formaður TF2JB setti fundinn og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Allir tóku góðan tíma í að kynna sig, og þeir stjórnarmenn sem sátu frá fyrra ári kynntu embætti sín og önnur embætti, eins og haldið var á þeim í tíð fyrri stjórnar.

2. Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórnin kom sér saman um eftirfarandi skipan embætta: TF3SG varaformaður, TF3EE gjaldkeri, TF3GL ritari og TF3SNN meðstjórnandi, auk TF2JB sem var kjörinn formaður á aðalfundi og TF1JI og TF3BJ sem kjörnir voru varamenn. Hefðbundin ábyrgðarsvið embætta haldast, nema hvað varaformaður og gjaldkeri munu saman vinna að gerð ársreiknings.

3. Aðrir embættismenn

Farið var yfir lista núverandi embættismanna og þeir nefndir “de facto”:

  • Prófnefnd:TF3KB, TF3KX, TF3DX, TF3VS og TF8SM
  • Spjaldskrárritari: TF3SNN
  • Ritstjóri CQ TF: TF3GL (starfandi, leitað að nýjum ritstjóra)
  • Vefstjóri: TF3GL (ritstjórnarlegur) og TF3BNT (tæknilegur)
  • Viðurkenningarstjóri: TF5B
  • QSL-stjóri: TF3PPN og TF3GB
  • Stöðvarstjóri: TF3SNN
  • Póst- og fjarskiptastofnunartengill: TF3GL
  • Endurvarpar: TF3GS (TF3GW)
  • IARU-tengill: TF3KB
  • Neyðarfjarskiptastjóri: TF3JA

Engar sérstakar óskir hafa komið fram um tilnefningu til annarra embætta (fyrir utan tilnefningu TF3JA sem var samþykktur í embætti neyðarsjarskiptastjóra) og óskaði TF2JB eftir því við núverandi embættismenn að þeir haldi embættum sínum áfram.

4. Aðalfundur ÍRA 23. maí 2009

Samþykkt var að fela fundarritara að ganga frá lokaútgáfu fundargerðar til birtingar í CQ TF, en einhverjar athugasemdir munu hafa borist honum við fyrstu drög, sem sett voru inn á vefinn.

Á fundinum var skipuð nefnd til að fjalla um og gera tillögur um hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki. Nefndina skipa TF3JA, TF3KX, TF3HP og TF5B. Formaður TF2JB hefur með höndum samskipti við nefndina, sem á að skila af sér tillögum til næsta aðalfundar.

5. Útgáfumál CQ TF

Síðan ritari TF3GL tók við ritstjórn CQ TF hefur verið leitað að “varanlegum” ritstjóra að blaðinu. Samþykkt að leita til TF3KX í þessum efnum. Munu TF3GL og TF2JB ræða þetta við hann.

6. Önnur mál

Nettenging: Rætt var um möguleika á nettengingu í félagsheimilinu, en sömu vandamál og endranær standa í veginum: Einungis ein símalína er í húsinu, og er hún í notkun. Rætt var um hugsanlega 3G-tengingu, en kostnaður af því væri töluverður. Hægt væri að reyna að tengjast gegnum TF3SG, sem býr í nágrenninu. Afgreiðslu málsins var frestað.

Vetrardagskrá: TF3SG bryddaði upp á umræðu um sunnudagsopnanir í sambandi við vetrardagskrá. Var það mál manna að vel hefði tekist til í stórum dráttum, og ráð var fyrir gert að halda þessu í vetrardagskránni.

Eignalisti: Rætt var um eignalista félagsins og munu TF3SNN og TF1JI taka að sér að koma honum inn á Google Docs-skjalageymslu félagins.

Sýning radíótækja: TF1JI stakk upp á að sett verði upp sýning á gömlum tækjum í samráði við safn Ríkisútvarpsins. Mun hann hafa samband við TF3KB hjá RÚV til að skoða hvort fletir gætu verið á samstarfi við þá um þessi mál.

Smíðaaðstaða: TF2JB stakk upp á að sett verði upp smíðaaðstaða í QSL-herberginu. TF2JB og TF3SNN vinna saman í að móta tillögu um hvort eða hvernig þetta yrði gert.

Námskeiðsmál og nýliðun: TF3GL tók upp þráðinn með námskeiðshald sem staðið hefur til í vetur en ekki orðið af, og lagði til að málið yrði rætt við prófanefnd. TF2JB mun heyra í prófanefnd um stöðu mála.

Verkfæri: TF3SNN sagði vanta verkfæri í félagsaðstöðuna. Samþykkt var að veita TF3SNN innkaupaheimild upp á 20 þúsund krónur til verkfærakaupa.

Vitahelgin: Þótt vitahelgin sé ekki formlega á höndum félagsins var ákveðið að félagið muni áfram styðja við viðburðinn. TF3SNN tekur að sér að kanna með vilja félagsmanna með að leggja félaginu lið.

Neyðarfjarskipti: TF2JB sagði TF3JA hafa komið að máli við sig og lýst áhuga á málaflokknum. Mun TF2JB ræða þetta nánar við TF3JA og leggja tillögu um útfærslu fyrir komandi stjórnarfund. Skipan TF3JA í embættið að öðru leyti samþykkt.

Kallmerki með einum staf í viðskeyti: Ein umsókn liggur fyrir hjá Póst- og fjarskiptastofnun og bíður umsagnar ÍRA. Umsóknin barst í tíð fyrri stjórnar. Aðalfundur 2009 ályktaði um vinnureglur félagsins við úthlutun kallmerkja með einn staf í viðskeyti. Afgreiðsla bíður næsta stjórnarfundar.

Friedrichshafen: TF3SG mun mæta fyrir hönd Í.R.A. á 60. ársfund DARC sem haldinn er í tengslum við “Ham Radio 2009” sýninguna í Friedrichshafen í Þýzkalandi. Um er að ræða samkomu boðsgesta DARC frá landsfélögum IARU föstudaginn 26. júní n.k. kl. 16:00 til 17:30 í viðhafnarherbergi sýningarhallarinnar í Friedrichshafen “Room Bodensee”. Þar mun dr. Walter, DL3OAP m.a. flytja ávarp. TF3SG lætur félagsmenn vita á vefnum ef einhver vill benda á tiltekin erindi sem félagið ætti að koma á framfæri.

7. Næsti fundur

Rætt var um tímasetningu reglulegra stjórnarfunda og var ákveðið að hafa fundi kl 21.00 fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Samþykkt að stjórnin muni ekki taka sumarfrí að þessu sinni og að boðað verði til næsta stjórnarfundar þriðjudaginn 7. júlí n.k.

Fundi slitið kl 23.20

Fundargerð ritaði TF3GL