Á aðalfundi félagsins, 17. maí síðastliðinn, var lögð fram tillaga að ályktun um tvö meginefni, svokallað fjaraðgangsmál og svokallað lærlingsmál, sem þá voru í gangi. Í ályktuninni var gefið í skyn að félagið gætti ekki hagsmuna félaganna og að stjórn félagsins hefði haft óeðlileg afskipti af afgreiðslu þessara mála hjá PoF. Ýmis köpuryrði flugu í umræðunni, sem óþarft er að hafa eftir. Forsvarsmaður ályktunarinnar, TF3GL, var ekki á aðalfundinum og ekki þeir sem málin spruttu  útaf heldur.  Með atkvæðagreiðslu var ályktuninni vísað frá. Núverandi stjórn félagsins getur lítið talað fyrir fyrri stjórn, en gengur út frá því sem vísu, að hún hafi gætt hagsmuna félaganna eftir bestu getu. Núverandi  stjórn ákvað hins vegar að rannsaka málið, vegna hins slæma andrúmslofts, sem hafði skapast. Eftir miklar bréfaskriftir, tvo stjórnarfundi, annar með TF3GL,  og fund með fulltrúa PoF, varð niðurstaðan þessi:

Fjaraðgangsmálið er óafgreitt að hluta, þar sem sá hluti fer fyrir ráðstefnu IARU í Varna í Búlgaríu. Í lærlingsmálinu kom í ljós að ÍRA hafði engin afskipti af því máli áður en til afgreiðslu PoF kom. Niðurstaðan var kynnt TF3GL um leið og hún varð ljós. Stjórn ÍRA lýkur með þessu málarekstri vegna ofangreindrar ályktunar og vonar að framvegis ríki sátt í félaginu.

73 Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA.

Nú eru 36. TF-útileikarnir framundan og vonast er eftir góðri þátttöku.

Leikarnir fara fram 2. til 4. ágúst.

Aðalþátttökutímabilin eru :
1700 til 1900 á laugardag
0900 til 1200 á sunnudag
2100 til 2400 á sunnudag
0800 til 1000 á mánudag

Heildarþátttökutími má mestur verða 9 klukkust. samtals. Reglur útileikanna eru hér undir þessum tengli: FLUTT – Útileikarnir Þar eru einnig stöðluð dagbókarblöð, kallsvæðaskipting o. fl. Á dagbókarblöðunum koma fram þær upplýsingar sem þarf til að fá sem flesta punkta út úr hverju sambandi. Radíódagbækur sendist til TF3GB.

Heyrumst !

Dagana 25. – 27. júlí verður á Smiðjuhátíð á Seyðisfirði þess minnst að 100 ár eru liðin frá fyrstu radíófjarskiptunum til og frá Íslandi.

Í frétt Þjóðviljans þann 16. júní 1985 segir:

…Eftir Titanic-slysið 1913 vaknaði áhugi fyrir skiparadíói í Reykjavík eða nágrenni. Alþingi fól ráðherra að koma upp stöðinni en ekkert gerðist í málinu fyrr en 1915. Það ár komu fyrstu skip Eimskipafélags íslands, Gullfoss og Goðafoss, til landsins með radíótæki innanborðs. Þegar Goðafoss kom til landsins í júnímánuði 1915 var hann fyrsta íslenska skipið sem var búið loftskeytatækjum. í þessum mánuði eru því 70 ár liðin frá þeim atburði. Við komu Fossanna varð augljós þörfin fyrir loftskeytastöð í landi. Eina loftskeytastöðin, sem til var, bæði til sendinga og móttöku, var tilraunastöð er Þorsteinn Gíslason, síðar símstjóri á Seyðisfirði, hafði smíðað og náði hann sambandi við Goðafoss þegar hann var á siglingu til landsins út af Austfjörðum. Var þetta fyrsta loftskeytasamband milli skips og lands, en þremur árum áður höfðu þeir Þorsteinn og Friðbjörn Aðalsteinsson, síðar stöðvarstjóri loftskeytastöðvarinnar á Melunum við Reykjavík, sent loftskeyti milli Gíslahúss og Stefánshúss (Th.jónssonar) á Seyðisfirði. Tæki Þorsteins munu enn varðveitt…

ÍRA hefur tekið að sér að aðstoða við að koma upp loftneti og sendibúnaði á gömlu ritsímastöðinni á Seyðisfirði. Ætlunin er að kynna þar félagið, starfssemi þess og radíóamatöráhugamálið. Kallmerki stöðvarinnar verður TF6TFY,  en kallmerki fjarskiptastöðvarinnar á Seyðisfirði var TFY.

Dagskrá Smiðjuhátíðarinnar er á heimasíðu Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði, tekmus.is.

Teikning af tilrauna neistasendi sem Hertz smíðaði 1887

Af gefnu tilefni.

Innlegg frá TF3JA um mælitæki á vefsíðu félagsins fyrir skömmu, var rætt á síðasta stjórnarfundi. Niðurstaða umræðunnar er sú, að ekkert sé athugavert við innlegg þetta og önnur af sama toga, sem einungis eru sett inn til að vekja athygli á amatörtengdum nýjungum eða fróðleiksmolum úr fortíðinni í örstuttu máli.

73 de Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum leikum sem mikilla vinsælda njóta í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. VHF-leikarnir eru leikar en ekki keppni, þótt stigafjöldi geti vissulega verið mælikvarði á ástundun, búnað, útsjónarsemi og heppni! … segir í inngangi að reglum um leikana sem eru á þessum hlekk: http://www.ira.is/vhf-leikar/

VHF leikarnir eru uppátæki grasrótar í félaginu og verða ekki að veruleika nema einstakir eða hópar radíóamatöra taki sig til og byrji. Stjórn félagsins styður framtakið af heilum hug og hvetur félaga að taka þátt.

Hafa má sambönd frá kl. 06 að morgni föstudags til kl 06 að morgni mánudags, en sex þriggja klukkustunda löng aðalþátttökutímabil “níu til tólf” eru alla dagana sem hér segir:

  • föstudag kl 0900-1200 og 2100-2400
  • laugardag kl 0900-1200 og 2100-2400
  • sunnudag kl 0900-1200 og 2100-2400

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tímaramma keppninnar og engin takmörk eru á lengd þátttökutíma miðað við höfð QSO.

TF3GL tekur við loggum að lokinni helginni og vinnur úr þeim eins og áður.

Útileikarnir verða síðan um verslunarmannahelgina að venju og verður nánar fjallað um þá þegar nær dregur.

…hvað gerðist eiginlega?…

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.

http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml

Bjarni, TF3GB

RSGB IOTA-keppnin verður haldin 26. og 27. júlí. Keppt er bæði á SSB og CW.
Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan.

http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2014/riota.shtml

Bjarni, TF3GB

IARU HF-keppnin verður haldin 12. og 13. júlí . keppt er bæði á SSB og CW.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan

http://www.arrl.org/iaru-hf-championship/

Bjarni, TF3GB.

Samkvæmt spánni leikur veðrið við þá sem verða sunnan heiða um helgina…

Að venju verður opið hús í Skeljanesi næsta fimmtudagskvöld og ekki úr vegi að ræða um komandi helgi en gleyma heldur ekki að nú þarf að fara undirbúa sjáfbðaliðavinnu við lýtaaðgerðirnar á höfuðstöðvum íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Sæl öll. Læt það eftir mér, þótt seint sé, að minna á VHF/UHF útileikana, sem haldnir voru fyrstu helgina í júlí, 2012 og 2013. Guðmundur Löve, TF3GL, skrifaði reglurnar í 1. tbl. CQ-TF 2012. Dagsetningin er  5. og 6. júlí í ár.  Guðmundur mun taka við loggum og sjá um útreikning stiga. Læt hér fylgja með grein Guðmundar úr CQ-TF.með reglunum

http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_30arg_2012_03tbl.pdf

73 de TF3GB,

Bjarni.