Carlo Consoli, IK0YGJ, rithöfundur.

Carlo Consoli, IKØYGJ, hefur gefið út bókina Zen and the Art of Radiotelegraphy. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, tengir hann Zen búddisma og listina að læra og iðka mors og nálgast þennan samskiptahátt radíóamatöra út frá athöfn og iðkun. Hann bendir á nýjan flöt í að nálgast morsið, þ.e. á heimspekilegan hátt út frá Zen búddisma.

Í bókinni útskýrir Carlo að til að ná árangri í að læra mors þurfum við að breyta viðteknum aðferðum við lærdóminn. Mikilvægt sé t.d. að hugurinn sé í jafnvægi og nemandinn sé afslappaður. Hann leggur sérstaka áherslu á hughrifin. Sem dæmi segir hann að mikilvægt sé að kappkosta að æfa sig ætíð á sama tíma dags og í þægilegu og vinsamlegu umhverfi sem veitir ánægjutilfinningu. Hann talar um þegar nemandinn gerir mistök í móttöku morsmerkja, að ásaka sig ekki hvorki né líta á það sem mistök, heldur túlka það með sjálfum sér sem jákvæða upplifun á leið til að ná fullkomnun. Loks leggur hann áherslu á að eftir ákveðinn tíma, sé mikilvægt að hætta að skrifa morsmerkin niður á blað og byrja að taka á móti merkjunum „í höfuðið”. Hugurinn sé besta verkfærið.

Bókin er einvörðungu gefin út á netinu og er fáanleg hvorutveggja á ensku og ítölsku. Það er félagsmaður okkar, Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, sem hefur aflað heimildar hjá höfundi til að bókin megi nýtast félagsmönnum Í.R.A. án kostnaðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurbirni Þór „Dodda” gott framtak.


Bókina má nálgast hér á heimasíðunni með því að fara undir „Veftré og leit” og velja þar „Upplýsingar“. Þá birtist fyrirsögnin „Ýmsar upplýsingar fyrir radíóamatöra” og þar beint fyrir neðan undirsíðan „Áhugavert lesefni“. Smella má á hana og hala niður bókinni.

Einnig má smella á eftirfarandi hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

Stundatafla vegna þriðja og síðasta hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir.
Hún nær yfir tímabilið frá 2. maí til 25. maí. Félaginu hefur borist staðfesting Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis,
að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Nánari
upplýsingar veitir Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, skólastjóri námskeiðsins. Tölvupóstur: kjartan.bjarnason hjá nyherji.is.

Mán.d.

Vikudagur

Tímasetning

Kennsluefni

Leiðbeinandi

2. maí mánudagur 19:00-22:00 Fæðilínur og truflanir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY
4. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmaútreikningur Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY
9. maí mánudagur 19:00-22:00 Merki og mótun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
11. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
16. maí mánudagur 19:00-22:00 Öryggisatriði, reglur og viðskipti Þór Þórisson, TF3GW
18. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Þór Þórisson, TF3GW
23. maí mánudagur 19:00-22:00 Upprifjun Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og fleiri
25. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Upprifjun og prófæfing Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og fleiri
28. maí laugardagur 10:00-12:00 Próf Póst- og fjarskiptastofnun

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, útskýrir uppbyggingu SDR sendi-/móttökutækninnar.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, verkfræðingur og Stefán Þorvarðarson, verk- og tölvunarfræðingur fluttu afar áhugavert og vel heppnað erindi um SDR sendi-/móttökutæki (hugbúnaðar radíó) og það nýjasta sem er að gerast í þessu sviði í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 28. apríl. Þeir félagar svöruðu fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að þessu sinni.

Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio sem mætti kalla “hugbúnaðar radíó” á íslensku. Þar ræður hugbúnaður í tölvu því um hvers konar tæki er að ræða. Vélbúnaður tækisins er eins konar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir ekki hvort um AM, FM, CW o.s.frv. tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mismunandi hátt.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sæmundi og Stefáni fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Hlekkur-1: http://en.wikipedia.org/wiki/Software-defined_radio

Hlekkur-2: http://en.wikipedia.org/wiki/GNU_Radio

Stefán Þorvarðarson fjallaði sérstaklega um “GNU Radio og USRP” hugbúnaðarkerfin.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, handleikur eitt af sýnishornum SDR-tækninnar sem lágu frammi á fundinum.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, skoðar eitt af sýnishornunum gaumgæfilega.

Nokkur sýnishorn af tækjum sem nýta SDR tæknina og menn gátu skoðað.

Power Point glærur erindis Sæmundar eru komnar inn á heimasíðuna undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.
Einnig má smella á þennan hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

Alls hafa sjö fimmtudagserindi (á Power Point glærum) nú verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX: Sólblettir og úrbreiðsla radíóbylgna bættist við 28. apríl og í dag, 30. apríl, bættist við erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA: SDR sendi-/móttökutæki. Erindin eru öll nýleg, þ.e. frá þessu og síðasta ári. Þau eru, nánar til tekið:

JT65A og WSPR tegundir útgeislunar; erindi Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ, flutt 11. mars 2010.
Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 25. október 2010.
Keppnir og keppnisþátttaka; erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW og Yngva Harðarsonar, TF3Y, flutt 17. febrúar 2011.
Sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, fyrri hluti; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 24. febrúar 2011.
Sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, síðari hluti; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 17. mars 2011.
QRV á amatörböndum erlendis?; erindi Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, flutt 7. apríl 2011.
SDR sendi-/móttökutæki; erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, flutt 28. apríl 2011.


Erindin má finna undir veftré og leit á heimasíðu, undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.

Einnig má slá beint á þennan hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

Endurvarpinn TF1RPE (“Búri”) sem staðsettur er á fjallinu Búrfelli á Suðurlandi er nánast óvirkur, samkvæmt upplýsingum frá Þór Þórissyni, TF3GW. Ekki er ólíklegt að loftnet hans hafi skaddast í miklu roki sem þar var nýlega. Þór er staddur í sumarhúsi sínu, ekki langt frá Flúðum, og þekkir vel hver styrkleiki merkisins frá endurvarpanum er undir eðlilegum kringumstæðum. Leitast verður við að fara á fjallið og athuga málið við fyrsta tækifæri.

 TF2JB

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Síðasta erindi vetrardagskrár Í.R.A. að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 28. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Fyrirlesari er Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og fjallar erindi hans um SDR sendi-/móttökutæki.

Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio. Þar ræður innbyggt (eða viðtengt í PC) forrit því um hvers konar tæki er
að ræða. “Hardware” tækisins er einskonar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir EKKI hvort um AM, FM, CW o.s.frv.
tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mis-
munandi hátt.

Margir radíóamatörar þekkja til svokallaðra SDR-stöðva frá fyrirtækinu FlexRadio Systems, en fyrsta stöðin frá þeim var tækið SDR-1000
(markaðssett árið 2003). Þekkt SDR viðtæki á meðal radíóamatöra, eru t.d. frá Perseus viðtækin frá Microtelecom á Ítalíu og Quick-Silver
frá Software Radio Laboratorys í Bandaríkjunum.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.


Upplýsingahlekkur: http://en.wikipedia.org/wiki/Software-defined_radio

Aprílhefti CQ TF er komið á vef ÍRA. Félagsmenn geta sótt nýjasta blaðið með því að smella á CQ TF tengilinn efst til vinstri á síðunni, en aðrir hafa einungis aðgang að eldri árgöngum blaðsins.

Næsta blað verður júlíheftið og félagsmenn eru hvattir til að senda efni í það ekki síðar en sunnudaginn 19. júní.

Gleðilega páska!

TF3KX

Páskahátíðin nálgast og n.k. fimmtudag, þann 21. apríl n.k. er skírdagur. Svo háttar til að sama dag er ennfremur sumardagurinn fyrsti. Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 21. apríl. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 28. apríl, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, um SDR sendi-/viðtæki (sem verður nánar kynnt síðar).

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og gleðilegs sumars!

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á mánudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 86 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni “Amateur Radio: The first technology-based social network.” (Tillaga óskast að góðri þýðingu…sendist JB).

Aðildarfélög I.A.R.U. eru í dag starfandi í alls 158 löndum heims með um 3 milljónir leyfishafa.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með daginn!

TF2JB

Frá prófdegi 23. janúar 2010.

Stundatafla vegna síðari hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir. Hún nær yfir tímabilið
frá 11. apríl til 25. maí. Ákveðið hefur verið, að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það fer fram á vegum
Póst- og fjarskiptastofnunar og verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.

Í ljós hefur komið, að bls. 44 í námsgögnum (Passport to Amateur Radio) vantaði inn í prentunina. Við þessu hefur verð brugðist
og geta nemendur sótt blaðsíðuna á heimasíðu Í.R.A. undir “Námsefni”. Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
skólastjóri námskeiðsins. Tölvupóstfang: kjartan.bjarnason hjá nyherji.is.

APRÍL
Mánaðard. Vikudagur Tímasetning Kennsluefni Leiðbeinandi
11. apríl mánudagur 19:00-22:00 Loftnet Andrés Þórarinsson, TF3AM
13. apríl miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Andrés Þórarinsson, TF3AM
18. apríl mánudagur 19:00-22:00 Bylgjuútbreiðsla Andrés Þórarinsson, TF3AM
20. apríl miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Andrés Þórarinsson, TF3AM
25. apríl mánudagur 19:00-22:00 frí (heimalestur) Annar páskadagur
27. apríl miðvikudagur 19:00-22:00 frí (heimalestur) Vegna páska
MAÍ
Mánaðard. Vikudagur Tímasetning Kennsluefni Leiðbeinandi
2. maí mánudagur 19:00-22:00 Fæðilínur og truflanir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY
4. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmaútreikningur Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY
9. maí mánudagur 19:00-22:00 Merki og mótun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
11. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
16. maí mánudagur 19:00-22:00 Öryggisatriði, reglur og viðskipti Þór Þórisson, TF3GW
18. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Dæmareikningur Þór Þórisson, TF3GW
23. maí mánudagur 19:00-22:00 Upprifjun Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og fleiri
25. maí miðvikudagur 19:00-22:00 Upprifjun og prófæfing Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og fleiri
28. maí laugardagur 10:00-12:00 Próf Póst- og fjarskiptastofnun

TF2JB