ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2024
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin helgina 17.-18. ágúst. Vefslóð viðburðarins er þessi: https://illw.net/index.php/entrants-list-2024
Þetta er 27. árið sem viðburðurinn verður haldinn. Skráð þátttaka er þegar frá um 400 vitum og vitaskipum í 50 þjóðlöndum, þ.á.m. frá öllum Norðurlöndunum.
Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð og er miðað við, að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardegi. Enginn íslenskur viti hefur verið skráður í ár.
Stjórn ÍRA.
.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!